Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   lau 22. ágúst 2020 11:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maguire sagður hafa brjálast eftir að systir hans var stungin
Laus úr haldi í augnablikinu
Harry Maguire.
Harry Maguire.
Mynd: Getty Images
Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, mætti í dómssal í Grikklandi í dag eftir að hafa verið handtekinn á eyjunni Mykonos í fyrrakvöld.

Maguire var meðl þriggja manna sem voru handteknir eftir að lögreglan var kölluð á bar þar sem Maguire og félagar voru í áflogum við aðra ferðamenn frá Englandi. Brutust þá út áflog við lögreglumenn. Að minnsta kosti tveir lögreglumenn urðu fyrir hnefahöggum og spörkum.

Lögmaður Maguire sagði í samtali við Sky að Maguire væri frjáls ferða sinna „núna".

Grískir fjölmiðlar hafa verið að fjalla um það sem átti sér stað á kvöldinu afdrifaríka. Að sögn staðarmiðilsins Mykonos Voice brjálaðist Maguire eftir að yngri systir hans, sem er með honum í fríinu, var stungin í handlegginn með beittum hlut. Þetta gerðist víst eftir að Bretarnir höfðu verið að ögra fyrirliða United með því að segja 'F**k United'.

Það urðu mikil slagsmál í kjölfarið sem endaði með því að Maguire og fleiri voru handteknir. Daily Mail og Sun segja Maguire hafi verið svo reiður að það hafi þurft fleiri en fimm lögreglumenn til að ná honum niður og handtaka hann.

Mykonos Voice segir að fréttir um að Maguire hafi reynt að múta lögregluþjónum séu byggðar á misskilningi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner