fös 22. nóvember 2019 21:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elías Már og Ari Freyr báðir í tapliði í kvöld
Elías Már og liðsfélagi hans, Ahmad Mendes Moreira.
Elías Már og liðsfélagi hans, Ahmad Mendes Moreira.
Mynd: Getty Images
Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði Excelsior og lék allan leikinn þegar liðið tapaði gegn Volendam á heimavelli.

Volendam leiddi 2-0 eftir fyrri hálfleikinn. Excelsior minnkaði muninn þegar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, en lengra komust þeir ekki.

Fyrsta mínútan í leiknum í kvöld var ekki spiluð, eins og í öllum öðrum leikjum í tveimur efstu deildunum í Hollandi um helgina. Þetta gera leikmenn til að vekja athygli á baráttunni við kynþáttafordóma.

Kveikjan að þessu átaki eru kynþáttafordómar sem Ahmad Mendes Moreira leikmaður Excelsior varð fyrir frá stuðningsmönnum Den Bosch um síðustu helgi.

Excelsior er í sjöunda sæti hollensku B-deildarinnar með 25 stig eftir 16 leiki. Excelsior féll úr deild þeirra bestu í Hollandi á síðasta tímabili.

Ari spilaði í tapi gegn Club Brugge
Í belgísku úrvalsdeildinni spilaði landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason með Oostende í tapi gegn Club Brugge.

Á 36. mínútu missti Oostende mann af velli með rautt spjald, en þá var staðan 1-0 fyrir Club Brugge. Rauða spjaldið hjálpaði auðvitað Oostende ekki, en leikurinn endaði 2-0.

Oostende er í 14. sæti belgísku úrvalsdeildarinnar með 12 stig eftir 16 leiki. Á meðan er Club Brugge á toppnum með átta stiga forskot.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner