fös 22. nóvember 2019 12:28
Elvar Geir Magnússon
Verðum með Þýskalandi í riðli ef við komumst á EM
Leikum þá í München og Búdapest
Icelandair
Möguleiki er á að Ísland spili þrjá leiki á Puskas leikvangnum í Búdapest á næsta ári.
Möguleiki er á að Ísland spili þrjá leiki á Puskas leikvangnum í Búdapest á næsta ári.
Mynd: Getty Images
Ísland þarf að vinna Rúmena og leggja svo Ungverjaland eða Búlgaríu í úrslitaleik umspilsins til að komast á EM alls staðar 2020.

Ef Ísland kemst á lokamótið er ljóst að Ísland verður í F-riðli. Þegar er orðið ljóst að Þýskaland verður í þeim riðli en fjögur lið verða í hverjum riðli.

Vísir greinir frá þessu.

F-riðillinn verður leikinn á Allianz Arena í München og á hinum splunkunýja Puskas leikvangi í Búdapest í Ungverjalandi.

Það er því möguleiki á að Ísland spili úrslitaleik umspilsins í Búdapest og ef sigur vinnst þar mun liðið leika tvo leiki í riðlinum í lokakeppninni á sama velli.
Athugasemdir
banner
banner
banner