Eva Rut Ásþórsdóttir, leikmaður Þórs/KA, mun ekki spila meira á tímabilinu. Hún fór meidd af velli í fyrsta leik sumarsins gegn Víkingi og leit það um leið ekki vel út.
Núna hefur komið í ljós að hún er með slitið krossband og kemur því ekki meira við sögu. Ásamt því er hún með áverka á innra liðbandi og liðþófa, og einnig beinmar. Hún kemur til með að vera frá í rúmt ár.
Núna hefur komið í ljós að hún er með slitið krossband og kemur því ekki meira við sögu. Ásamt því er hún með áverka á innra liðbandi og liðþófa, og einnig beinmar. Hún kemur til með að vera frá í rúmt ár.
Þetta staðfestir Eva í samtali við Fótbolta.net en leikurinn gegn Víkingi var hennar fyrsti leikur með Þór/KA í Íslandsmóti.
Hún gekk í raðir Þórs/KA frá Fylki í vetur og átti hún að spila stórt hlutverk í liði Akureyrarfélagsins í sumar. Hún hafði verið fyrirliði Fylkis áður en hún fór til Þórs/KA.
Þór/KA hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Bestu deildinni, gegn Víkingi og Tindastóli.
Athugasemdir