fös 23. ágúst 2019 20:08
Ívan Guðjón Baldursson
Inkasso-kvenna: Ótrúlegur sigur Hauka - Þróttur fer upp
Skoruðu
Þróttur fagnar á Akranesvelli í kvöld.
Þróttur fagnar á Akranesvelli í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðureign FH og Hauka í Inkasso-deild kvenna var vægast sagt ótrúleg þar sem Haukar komust í 0-4 á fyrstu ellefu mínútum leiksins.

FH er í titilbaráttu við Þrótt R. á meðan Haukar eru í þriðja sæti deildarinnar, þó of langt aftur úr til að eiga möguleika á að komast upp.

Það virtist ekki hafa nein áhrif á liðin í dag því Vienna Behnke setti þrennu á fyrstu tíu mínútum leiksins. Sierra Marie Lelii bætti svo við fjórða markinu á elleftu mínútu, ótrúleg byrjun.

FH reyndi að svara fyrir sig en fimmta mark Hauka kom á 36. mínútu, það skoraði Dagrún Birta Karlsdóttir eftir hornspyrnu. FH náði að minnka muninn rétt fyrir leikhlé þegar Tara Björk Gunnarsdóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Hún fékk boltann í sig eftir að hann hafði farið í stöngina.

Seinni hálfleikurinn fór fjörlega af stað og náði FH að minnka muninn með mörkum frá Margréti Sif Magnúsdóttur og Birtu Georgsdóttur.

Þrátt fyrir mikinn sóknarþunga tókst FH ekki að skora fleiri mörk og lokatölur því 3-5 eftir ótrúlega viðureign. FH fékk færi til að minnka muninn enn frekar og jafna leikinn en inn vildi boltinn ekki.

FH 3 - 5 Haukar
0-1 Vienna Behnke ('3)
0-2 Vienna Behnke ('5)
0-3 Vienna Behnke ('10)
0-4 Sierra Marie Lelii ('11)
0-5 Dagrún Birta Karlsdóttir ('36)
1-5 Tara Björk Gunnarsdóttir ('44, sjálfsmark)
2-5 Margrét Sif Magnúsdóttir ('48)
3-5 Birta Georgsdóttir ('53)

Á Skaganum var topplið Þróttar einu marki yfir eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik. Linda Líf Boama skoraði eftir einbeitingaleysi í vörn ÍA.

Þróttur tók stjórn á leiknum í síðari hálfleik og skoraði Margrét Sveinsdóttir á 60. mínútu, staðan orðin 0-2. Tveimur mínútum síðar komst Lauren Wade á blað eins og vanalega.

Linda Líf gerði svo síðasta mark leiksins á 87. mínútu og verðskuldaður sigur Þróttar staðreynd. ÍA átti þó skilið að skora mark í þessum leik en tókst ekki.

Þróttur tryggði sig upp í Pepsi Max-deildina með sigrinum hér. FH er aðeins einum sigri frá því að tryggja sæti í efstu deild.

ÍA 0 - 4 Þróttur R.
0-1 Linda Líf Boama ('43)
0-2 Margrét Sveinsdóttir ('60)
0-3 Lauren Wade ('62)
0-4 Linda Líf Boama ('87)
Athugasemdir
banner
banner
banner