Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 23. september 2022 23:32
Brynjar Ingi Erluson
Bellingham þurfti að róa sig niður eftir að hafa fengið hrós frá Gerrard
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Liverpool eru eflaust hæstánægðir með ummæli sem Jude Bellingham, leikmaður Borussia Dortmund og enska landsliðsins, lét falla í kvöld en hann talaði við fjölmiðla eftir 1-0 tapið við Ítalíu í Þjóðadeildinni.

Liverpool hefur fylgst með Bellingham um árabil og er talið að félagið ætli sér að fá hann næsta sumar.

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, er mikill aðdáandi Bellingham og er hann efstur á óskalistanum, en Manchester United, Manchester City og Real Madrid hafa einnig áhuga á miðjumanninum unga.

Steven Gerrard, sem spilaði fyrir Liverpool og er nú stjóri Aston Villa, hrósaði Bellingham sérstaklega fyrir frammistöðu hans undanfarin tvö ár, en Bellingham var í skýjunum og vistaði myndbandið af því.

Bellingham hefur alltaf verið mikill aðdáandi Gerrard og vissi hann því ekki hvernig hann átti að haga sér þegar hann fékk hrósið.

„Ég sá það því einhver sendi mér myndbandið. Þetta var súrrealískt ef ég á að vera hreinskilinn. Það sendi mér einhverju myndbandið í símann minn og ég vistaði það um leið og horfði á það þrisvar eða fjórum sinnum áður en ég þurfti að róa mig niður."

„Þegar ein af hetjum þínum segir eitthvað svona um þig þá segir það vísbendingu um hvað maður hefur áorkað. Ég skoraði sex á síðasta tímabili og þegar ég horfi til baka þá held ég að þau hefðu getað verið fleiri."

Athugasemdir
banner
banner