Tveir öflugir sóknarmenn í liðið Þróttar glíma við erfið meiðsli. Nik Anthony Chamberlain, þjálfari liðsins, sagði frá því viðtali við Fótbolta.net að Linda Líf Boama verður ekkert með liðinu í sumar.
Linda fékk heilahristing í leik í bandaríska háskólaboltanum. Hún spilar þar með Boston College.
Linda fékk heilahristing í leik í bandaríska háskólaboltanum. Hún spilar þar með Boston College.
Þá sagði Nik frá því að Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, sem gekk alfarið í raðir Þróttar frá Val í vetur eftir tvö tímabill á láni, verði frá í þrjá mánuði og spili því ekkert með liðinu fyrir EM í sumar. Ólöf fór af velli vegna meiðsla í fyrri hálfleik í leik U19 ára landsliðs Íslands gegn Englandi í milliriðli fyrir EM. Sá leikur fór fram fyrr í þessum mánuði.
Það er ljóst að þetta er talsverð blóðtaka fyrir Þrótt og þurfa aðrir leikmenn að stíga upp í fjarveru þessara sóknarmanna.
Ólöf skoraði átta mörk í deildinni í fyrra og Linda skoraði þrjú í níu deildarleikjum og þrjú mörk í þremur bikarleikjum.
Fyrsti leikur Þróttar á tímabilinu er gegn Íslandsmeisturum Vals á útivelli núna á þriðjudag.
Athugasemdir