Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 24. júní 2022 23:27
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: ÍH vann þriðja leikinn í röð - Botnlið KH hafði betur gegn Kára
ÍH vann þriðja leik sinn í röð
ÍH vann þriðja leik sinn í röð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
ÍH vann þriðja leik sinn í röð í 3. deild karla í kvöld er liðið vann Vængi Júpiters, 5-3. Botnlið KH hafði þá betur gegn Kára, 3-2, í spennandi leik.

ÍH tapaði fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni og var útlitið alls ekki gott.

Liðinu hefur tekist að rétta úr kútnum og hefur nú unnið þrjá leiki í röð. ÍH var 2-1 yfir í hálfleik gegn Vængjunum en það bætti svo við þremur mörkum til viðbótar fyrstu korterið af síðari hálfleiknum og kom sér í 5-1.

Vængirnir minnkuðu muninn með tveimur mörkum á síðustu tíu mínútum en þurftu að sætta sig við tap. ÍH er í 9. sæti deildarinnar með 9 stig en Vængir Júpiters í 7. sæti með 10 stig.

Botnlið KH vann þá annan leik sinn í deildinni er liðið bar sigur úr býtum gegn Kára, 3-2, í Akraneshöllinni. Andri Júlíusson kom Kára yfir á 5. mínútu áður en Victor Páll Sigurðsson jafnaði þrettán mínútum síðar.

Haukur Ásberg Hilmarsson kom KH yfir á 67. mínútu en Andri svaraði með jöfnunarmarki tólf mínútum fyrir leikslok. Victor Páll gerði síðan sigurmarkið í blálokin og náði í annan sigur KH í deildinni.

KH er áfram á botninum með 6 stig, með slakari markatölu en Kormákur/Hvöt.

Úrslit og markaskorarar:

Kári 2 - 3 KH
1-0 Andri Júlíusson ('5 )
1-1 Victor Páll Sigurðsson ('18 )
1-2 Haukur Ásberg Hilmarsson ('67 )
2-2 Andri Júlíusson ('78 )
2-3 Victor Páll Sigurðsson ('90 )

ÍH 5 - 3 Vængir Júpiters
1-0 Arnar Sigþórsson ('18 )
2-0 Dagur Óli Grétarsson ('32 )
2-1 Hallvarður Óskar Sigurðarson ('45 )
3-1 Karl Viðar Magnússon ('49 )
4-1 Tristan Snær Daníelsson ('55 )
5-1 Arnar Sigþórsson ('61 )
5-2 Sindri Snær Eyjólfsson ('81 )
5-3 Almar Máni Þórisson ('90 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner