Mohamed Salah er búinn að fullkomna þrennuna gegn Manchester United og er staðan nú 5-0.
Salah lagði upp fyrsta markið á 5. mínútu gerði svo fyrsta mark sitt á 38. mínútu áður en hann bætti við öðru undir lok fyrri hálfleiks.
Hann er nú búinn að fullkomna þrennuna í síðari hálfleik. Jordan Henderson átti frábæra utanfótarsendingu á hægri vænginn, Salah kominn í gegn og lyfti boltanum snyrtilega yfir David De Gea í markinu.
Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.
Sjáðu þriðja mark Salah í leiknum
Athugasemdir