Svíþjóð 5 - 1 Norður-Írland
1-0 Emil Holm ('7)
2-0 Benjamin Nygren ('33)
3-0 Ken Sema ('59)
4-0 Alexander Isak ('64)
5-0 Anthony Elanga ('77)
5-1 Isaac Price ('90)
1-0 Emil Holm ('7)
2-0 Benjamin Nygren ('33)
3-0 Ken Sema ('59)
4-0 Alexander Isak ('64)
5-0 Anthony Elanga ('77)
5-1 Isaac Price ('90)
Alexander Isak var í byrjunarliði sænska landsliðsins sem spilaði æfingaleik við Norður-Írland í dag og skóp stórsigur.
Þessi sigur er kærkominn eftir vandræðalegt tap gegn Lúxemborg á dögunum.
Isak lagði fyrsta mark leiksins upp fyrir Emil Holm á sjöundu mínútu og tvöfaldaði Benjamin Nygren forystuna svo staðan var 2-0 í leikhlé.
Ken Sema og Isak bættu sitthvoru markinu við snemma í síðari hálfleik áður en Anthony Elanga kom inn af bekknum til að skora fimmta markið.
Isaac Price miðjumaður West Brom skoraði fánamark Norður-Íra undir lokin. Lokatölur 5-1 fyrir Svíþjóð.
Isak er þar með búinn að spila 14 byrjunarliðsleiki á árinu og hefur komið einu sinni inn sem varamaður. Hann er kominn með 11 mörk og tvær stoðsendingar frá áramótum.
Athugasemdir