Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mán 26. febrúar 2024 15:32
Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Bjartur Hallsson á förum frá KR
Sigurður Bjartur ræðir við Gregg Ryder nýjan þjálfara KR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í janúar.
Sigurður Bjartur ræðir við Gregg Ryder nýjan þjálfara KR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í janúar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Sigurður Bjartur Hallsson er á förum frá KR samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Ekki er endanlega ljóst hvert hann fer en þó talið líklegt að hann endi í Fylki.

Sigurður Bjartur er uppalinnn í Grindavík og spilaði þar allt þar til hann gekk í raðir KR fyrir tímabilið 2022 og gerði þá þriggja ára samning.

Hann hefur spilað 52 leiki í Bestu-deildinni og Mjólkurbikarnum með KR og skoraði í þeim 10 mörk.

Sigurður Bjartur er sóknarmaður sem er á 25. aldursári.
Athugasemdir
banner
banner
banner