Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 26. ágúst 2020 00:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi til Man Utd? - Gary segir eins líklegt að Óli Jó sæki sig
Messi vill fara frá Barcelona.
Messi vill fara frá Barcelona.
Mynd: Getty Images
Gary Martin, sóknarmaður ÍBV, hefur enga trú á því að Lionel Messi fari til Manchester United.

Messi, sem er 33 ára, vill fara frá Barcelona en það var staðfest í dag. Messi er af mörgum talinn besti leikmaður sögunnar.

Hann vonast til þess að geta rift samningi sínum, en ákvæði er um það í samningi hans að hann gat rift honum 1. júní síðastliðinn. Sá tími er liðinn en hann gæti mögulega fengið að rifta samningum eftir að fótboltatímabilið lengdist vegna kórónuveirunnar.

Messi hefur verið orðaður við Chelsea, Manchester City, Paris Saint-Germain og Inter meðal annars. Einnig eru sögusagnir um Manchester United en Gary Martin lýsti því yfir á Twitter að hann trúi því ekki í eina sekúndu.

„Já, og Óli Jó er að reyna að fá mig í Stjörnuna. Hvaðan fær fólk þetta rugl?" skrifaði Martin, sem hefur skorað 16 mörk í 15 leikjum í deild og bikar í sumar.

Gary og Óli náðu ekki sérlega vel saman hjá Val á síðustu leiktíð. Hann yfirgaf Val og samdi við ÍBV í júlí á síðasta ári.

„Það eru engin vandamál við neinn hjá Val fyrir utan Óla Jó. Ég virði hann, en ég vil ekki spila aftur fyrir hann. Ég bætti mig ekki sem leikmaður undir hans stjórn hjá Val," sagði Gary í Innkastinu hér á Fótbolta.net undir lok síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner