Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 25. ágúst 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi vill fara frá Barcelona (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Lionel Messi vill yfirgefa herbúðir Barcelona. Það er staðfest, félagið staðfestir það.

Fjölmiðlamaðurinn Marcelo Bechler sagði frá þessu fyrr í mánuðinum og í kvöld sögðu margir áreiðanlegir fjölmiðlamenn það sama. Í kjölfarið staðfesti Barcelona tíðindin.

Messi er búinn að fá nóg af stjórnarháttum félagsins og forsetanum Josep Maria Bartomeu. Það hefur gengið illa að búa til lið í kringum hann þrátt fyrir að miklum peningum hafi verið varið í leikmannakaup. Messi hefur þá verið ósáttur við stjórnina í mörgum málum, þar á meðal það hvernig farið var að því að lækka laun leikmanna í byrjun kórónuveirufaraldursins.

Stjórn Barcelona ætlar að hafa neyðarfund vegna skilaboða Messi, sem leikið með Barcelona allan sinn feril. Sagt er að Messi vilji fara ef Bartomeu stígur ekki til hliðar.

Hann vonast til þess að geta rift samningi sínum, en ákvæði er um það í samningi hans að hann gat rift honum 1. júní síðastliðinn. Sá tími er liðinn en hann gæti mögulega fengið að rifta samningum eftir að fótboltatímabilið lengdist vegna kórónuveirunnar.

Messi hefur verið orðaður við Manchester City, PSG og Inter. Einnig eru sögusagnir um Manchester United, og fleiri félög.

Þetta er ekki góð byrjun hjá Ronald Koeman hjá Barcelona, en hann tók nýverið við liðinu.



Athugasemdir
banner