Gunnar Vatnhamar lykilmaður Víkings er að sjálfsögðu í færeyska landsliðshópnum sem hinn sænski Håkan Ericson opinberaði í dag.
Færeyingar eiga heimaleik gegn Norður-Makedóníu og útileik gegn Lettlandi í komandi landsleikjaglugga en liðin eru saman í riðli í C-deild Þjóðadeildarinnar. Armenía er fjórða liðið í riðlinum.
Færeyingar eiga heimaleik gegn Norður-Makedóníu og útileik gegn Lettlandi í komandi landsleikjaglugga en liðin eru saman í riðli í C-deild Þjóðadeildarinnar. Armenía er fjórða liðið í riðlinum.
Gunnar er eini leikmaðurinn úr íslenska boltanum í hópnum en í honum má þó finna Brand Olsen fyrrum leikmann FH, René Joensen fyrrum leikmann Grindavíkur, Jóan Símun Edmundsson fyrrum leikmann KA og Klæmint A. Olsen fyrrum leikmann Breiðabliks.
Markverðir:
Teitur M. Gestsson, HB
Bárður á Reynatrøð, Víkingur
Varnarmenn:
Jóannes K. Danielsen, KÍ
Jann J. Benjaminsen, B36
Viljormur Davidsen, HB
Daniel Johansen, Hillerød
Andrias Edmundsson, Wisla Plock (Pólland)
Hørður Askham, FC Roskilde (Danmörk)
Samuel J. Chukwudi, HB
Gunnar Vatnhamar, Víkingur Reykjavík (Ísland)
Arnbjørn Svensson, Víkingur
Miðjumenn:
Brandur Hendriksson Olsen, Frederikstad (Noregur)
René Shaki Joensen, KÍ
Hanus Sørensen, HB
Adrian Justinussen, Hillerød (Danmörk)
Meinhard E. Olsen, Mjøndalen IF (Noregur)
Sølvi Vatnhamar, Víkingur
Mads B. Mikkelsen, KÍ
Sóknarmenn:
Jóan Símun Edmundsson, FC Shkupi (Norður-Makedónia)
Klæmint A. Olsen, NSÍ
Petur Knudsen, NSÍ
Athugasemdir