Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 26. nóvember 2021 15:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leonardo: Pochettino ekki á förum frá PSG
Mynd: EPA
Mauricio Pochettino hefur síðustu daga verið orðaður við stjórastöðuna hjá Manchester United. Samkvæmt breskum fjölmiðlum er United að vonast eftir því að Pochettino taki við starfinu næsta sumar. Ralf Rangnick er að taka við liðinu til bráðabirgða, út þetta tímabil. Pochettino tæki svo, í draumaheimi United, við liðinu eftir tímabilið.

Pochettino er samningsbundinn PSG en miðað við slúðursögur þá hefði hann lítið á móti því að halda annað.

Leonardo, yfirmaður íþróttamála hjá PSG, segir að Pochettino sé ekki á förum.

„Mér finnst nauðsynlegt að skýra stöðuna og þær fölsku upplýsingar sem fara á milli manna. Mauricio Pochettino er samningsbundinn PSG fram á sumarið 2023," sagði Leonardo við AFP.

„Við viljum ekki að Pochettino fari. Hann hefur aldrei beðið um að fara og ekkert félag hefur verið í sambandi við okkur."

Leonardo slær þá einnig á þær sögusagnir að félagið hefði verið í sambandi við Zinedine Zidane ef Pochettino hefði tekið strax við United.

„Við berum mikla virðingu fyrir Zidane, bæði fyrir það sem hann gerði sem leikmaður og sem þjálfari, en við höfum ekki verið í neinu sambandi við hann, engir fundir eða neitt slíkt sem hafa átt sér stað."

Pochettino tók við PSG í janúar á þessu ári og framlengdi félagið samninginn við hann í sumar. PSG er í efsta sæti frönsku deildairnnar og er öruggt með sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner