Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fim 27. ágúst 2020 08:34
Magnús Már Einarsson
Manchester United á pening til að fá Messi
Powerade
Hvar spilar Lionel Messi næsta vetur?
Hvar spilar Lionel Messi næsta vetur?
Mynd: Getty Images
Lionel Messi kemur talsvert við sögu í slúðurpakka dagsins.



Faðir Lionel Messi (33) er mættur til Englands til að ræða við Manchester City um tveggja ára samning. (Sun)

Ef að samningar nást gæti það kostað Manchester City samtals 500 milljónir punda. (Telegraph)

Það félag sem vill fá Messi þarf að borga honum 90 milljónir punda í laun á ári til að borga honum sömu laun og hjá Barcelona. (Times)

Messi ætlar að mæta á æfingu hjá Barcelona á mánudaginn til að forðast það að vera lögsóttur af félaginu. (Sport)

Manchester United á pening til að fá Messi í sínar rðair en Jadon Sancho (20) er ennþá efstur á óskalista félagsins. (Express)

Luis Suarez (33) fékk símtal frá Ronald Koeman, þjálfara Barcelona, þar sem honum var tilkynnt að hann mætti fara frá félaginu. (Mail)

Chelsea gæti reynt að fá Malang Sarr (21) varnarmann Nice en hann er samningslaus. (Star)

David Brooks (23) kantmaður Bournemouth gæti farið til Manchester United ef félagið hættir að kaupa við Sancho á 108 milljónir punda. (Express)

Mónakó hefur hafnað 22 milljóna punda tilboði frá Manchester United í franska varnarmanninn Benoit Badiashile (19). (Star)

Tottenham er nálægt því að kaupa varnarmanninn Matt Doherty (28) frá Wolves. Úlfarnir vilja 20 milljónir punda fyrir Doherty en Tottenham vonast til að geta borgað minna. (Inependent)

Thiago Alcantara (29) miðjumaður Bayern Munchen er á förum frá þýsku meisturunum. Bayern vill fá 30 milljónir punda fyrir Thiago en Liverpool hefur verið orðað við leikmanninn. (Express)

Brighton ætlar að halda varnarmanninum Ben White (22) þrátt fyrir áhuga frá Leeds, Liverpool, Chelsea og Manchester United. (Sun)
Athugasemdir
banner