Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 28. febrúar 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Erik Ten Hag og Pepe hnakkrifust á hliðarlínunni
Mynd: Getty Images
Það var mikill hiti í leik Ajax og Getafe í gær og var líflegt við hliðarlínunna eftir um stundarfjórðungsleik.

Erik Ten Hag, stjóri Ajax, og Pepe Bordalas, stjóri Getafe, rifust við hliðarlínuna í stöðunni 1-1 (3-1, Getafe samtals).

Mathias Olivera Miramontes hjá Getafe lá á vellinum og þurfti á aðhlynningu að halda. Eitthvað fór þetta illa í menn en báðir stjórarnir fengu gult spjald.

Myndband af þessu má sjá hér að neðan. Getafe sigraði fyrri leikinn 2-0 á heimavelli en Ajax sigraði í gær 2-1. Getafe fer því áfram, 4-3 samtals.


Athugasemdir
banner
banner