Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 28. júní 2022 23:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fram að fá Almarr frá Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram er búið að krækja í liðsstyrk fyrir komandi átök í Bestu deildinni. Félagið ætlar að kynna nýja leikmanninn klukkan 12:00 á morgun.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Fram að fá Almarr Ormarsson í sínar raðir frá Val.

Almarr kannast vel við sig hjá Fram enda lék hann með liðinu á árunum 2008-2013 og varð bikarmeistari með liðinu haustið 2013.

Í kjölfarið hefur hann leikið með KR, uppeldisfélaginu KA, Fjölni og gekk svo í raðir Vals fyrir síðasta tímabil og skrifaði undir tveggja ára samning. Í sumar hefur hann komið við sögu í fjórum leikjum með Val í Bestu deildinni.

Miðjumaðurinn er 34 ára gamall. Hann var á sínum tíma hluti af U21 árs landsliðinu sem fór á lokamót EM árið 2011.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner