Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 28. ágúst 2013 20:11
Ívan Guðjón Baldursson
Ljajic kominn til Roma (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Adem Ljajic er maðurinn sem mun fylla í skarð Erik Lamela sem er á leið til Tottenham Hotspurs.

Ljajic kemur frá Fiorentina og borgar Roma 11 milljónir evra fyrir hann, sem er talsvert minna en félagið fær fyrir sölu Lamela.

Ljajic neitaði að framlengja samning sinn við Fiorentina eftir að hann frétti af áhuga Roma og AC Milan og nú er þessi 21 árs Serbi á leið til höfuðborgarinnar.

,,Roma er búið að komast að samkomulagi um kaup á Adem Ljajic fyrir 11 milljónir evra," stendur á vefsíðu Roma.

,,4 milljónir evra verða borgaðar aukalega ef leikmaðurinn og Roma uppfylla ákveðin skilyrði.

,,Leikmaðurinn skrifar undir fjögurra ára samning sem gildir til 30. júní 2017."

Athugasemdir
banner