Argentínumaðurinn Angel Di María lagði upp tvö mörk í 3-2 endurkomusigri Benfica gegn Mónakó í Meistaradeild Evrópu í gær en hann er nú í öðru sæti yfir flestar stoðsendingar í keppninni.
Di María sneri aftur til Benfica eftir að hafa spilað með mörgum af bestu liðum Evrópu síðasta áratuginn.
Hann hefur farið hamförum í endurkomu sinni og komið að þrettán mörkum í sextán leikjum.
Í gær lagði hann upp jöfnunarmarkið fyrir Arthur Cabral undir lok leiks og síðan sigurmarkið fyrir Zeki Amdouni. Hann er því kominn með 41 stoðsendingu í Meistaradeildinni og nú tekið fram úr Lionel Messi.
Di María þarf aðeins eina stoðsendingu til að jafna stoðsendingamet Cristiano Ronaldo en hann hefur að minnsta kosti þrjá leiki til þess að náð því afreki.
????????| 36-year-old Ángel Di María has now ???????????????????????????????????? Lionel Messi’s Champions League assist tally and is just ???????????? behind Cristiano Ronaldo. ???? pic.twitter.com/KEiUJJQAoG
— CentreGoals. (@centregoals) November 27, 2024
Athugasemdir