Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 29. júní 2021 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alexandra Jóhanns spáir í áttundu umferð Pepsi Max-kvenna
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórdís Elva skorar tvennu
Þórdís Elva skorar tvennu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áttunda umferð Pepsi Max-deildar kvenna hefst í dag með þremur leikjum og klárast á morgun með tveimur leikjum.

Landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir, leikmaður Eintracht Frankfurt í Þýskalandi, spáir í leiki umferðarinnar.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir var síðust til að spá í leiku umferðarinnar og var hún með einn leik réttan.

Valur 1 - 0 Keflavik (Í kvöld 20:00)
Keflavík eru ekki búnar að fá mörg mörk á sig og verður erfitt fyrir Val að brjóta þær. Elín Metta nær að henda inn einu marki í seinni hálfleik og innsiglar sigurinn fyrir Val.

ÍBV 2 - 2 Þróttur (Í kvöld 18:00)
Bæði lið með 9 stig í deildinni þannig þetta verður hörku leikur, held að þetta verði jafn markaleikur. ÍBV kemst í 2-0 í fyrri hálfleik en Þróttur jafnar í þeim seinni.

Þór/KA 1 - 3 Fylkir (Í kvöld 18:00)
Fylkir koma eflaust brjálaðar í leikinn eftir tapið í bikarnum, þær unnu seinasta leik í deildinni og ná að byggja ofan á það. Þórdís Elva elskar að skora og hendir í tvennu.

Tindastóll 0 - 2 Selfoss (Á morgun 18:00)
Erfiður leikur fyrir Selfyssinga. Tindastóll klúðrar víti og Selfoss vinnur 2-0.

Breiðablik 5 - 1 Stjarnan (Á morgun 19:15)
Munda og Aglamaría verða á eldi í þessum leik og verða báðar með mark og assist, Kristín laumar svo kannski einu inn eftir horn. Jasmín nær svo að klóra aðeins í bakkann fyrir Stjörnuna

Fyrri spámenn:
Eva Ben - 3 réttir
Svava Rós - 3 réttir
Cecilía - 1 réttur
Nadía Atladóttir - 1 réttur
Guðrún Arnardóttir - 1 réttur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner