Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   mið 30. apríl 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Líkja McTominay við Matthaus og Vidal
Mynd: EPA
Skoski miðjumaðurinn Scott McTominay er líklega að eiga sitt besta tímabil á ferlinum undir stjórn Antonio Conte hjá Napoli, en ítalska blaðið Gazzetta dello Sport gengur svo langt að líkja honum við goðsagnirnar Arturo Vidal og Lothar Matthaus.

McTominay var hrósað í hástert fyrir frammistöðuna í 2-0 sigrinum á Torino um helgina, þar sem hann skoraði tvö mörk og kom Napoli í þriggja stiga forystu í titilbaráttunni.

Miðjumaðurinn kom til Napoli frá Manchester United síðasta sumar og hefur Conte tekist að gera honum að einum besta leikmanni deildarinnar.

Fyrrum United-maðurinn er kominn með 11 mörk í deildinni, en enginn Skoti hefur skorað fleiri mörk á einu tímabili á Ítalíu. Hann bætti met Denis Law frá 1962 sem gerði 10 mörk með Torino.

Gazzetta dello Sport segir McTominay minna óneitanlega á það sem Conte gerði við Sílemanninn Arturo Vidal hjá Juventus. Conte hefur tekist að hámarka áhrif McTominay, líkt og hann gerði með Vidal.

Vidal vann deildina fjórum sinnum hjá Juventus og fór með liðinu í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Hann lék þá aftur undir Conte hjá Inter þar sem hann varð bæði deildar- og bikarmeistari.

Ítalski miðillinn segir McTominay þá hafa svipaða fjölhæfni og Lothar Matthaus, sem er talinn einn fullkomnasti miðjumaður allra tíma og skoraði urmul af mörkum á ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner