Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 30. maí 2022 17:59
Elvar Geir Magnússon
Kaupmannahöfn
Ísland æfir í Kaupmannahöfn - Birkir fann til í upphitun
Frá æfingunni í Kaupmannahöfn.
Frá æfingunni í Kaupmannahöfn.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Hér eru frábærir grasvellir og erum mjög heppnir að Bröndby menn hafi tekið vel í að fá okkur," sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari eftir æfingu Íslands í Kaupmannahöfn í dag.

Íslenski hópurinn dvelur í Danmörku og æfir á æfingasvæði Bröndby áður en haldið verður til Ísrael þar sem leikið verður gegn heimamönnum í Þjóðadeildinni á fimmtudag.

Fótbolti.net fylgdist með æfingunni í dag en Birkir Bjarnason landsliðsfyrirliði fór af æfingunni í upphitun og yfirgaf svæðið.

„Hann fann eitthvað aðeins til í lærinu í upphituninni. Við tökum enga áhættu, hann fór bara inn í meðhöndlun. Við fyrstu sýn er þetta ekkert alvarlegt og hann verður mættur að æfa á morgun," segir Arnar.

Þegar hefur verið gerð ein breyting á hópnum en Bjarki Steinn Bjarkason kom inn í staðinn fyrir Hólmbert Aron Friðjónsson.

„Hólmbert dró sig út úr þessu og við þurftum að bregðast við því. Okkur þótti rétt að taka Bjarka Stein inn, hann hefur verið í U21 landsliðinu en staðið sig vel með sínu liði. Hann verður með okkur í Ísraelsleiknum og sjáum við hvernig staðan er þegar við erum komnir til Íslands aftur."

Þá vakti athygli að hvorki Ísak Bergmann Jóhannesson né Hörður Björgvin Magnússon voru með á æfingunni.

„Ísak verður í banni í fyrsta leiknum en það var ætlunin að hann myndi æfa með okkur hér í Köben. Hann veiktist hinsvegar aðeins og við skildum hann eftir heima, hann er samt orðinn miklu betri í dag og verður góður þegar við komum aftur til baka á fimmtudaginn," segir Arnar.

„Hörður Björgvin er á Ísland en flýgur út á morgun ef allt er eðlilegt. Konan hans er ófrísk og á einhverjar tvær vikur. Við reynum að stytta ferðalagið eins og við getum fyrir hann, það er ekki planið að hann fari með til San Marínó."

Fim 2. júní: 18:45 Ísrael - Ísland (Þjóðadeildin, Sammy Ofer Stadium)

Mán 6. júní: 18:45 Ísland - Albanía (Þjóðadeildin, Laugardalsvöllur)

Fim 9. júní: 18:45 San Marínó - Ísland (Vináttuleikur, San Marino Stadium)

Mán 13. júní: 18:45 Ísland - Ísrael (Þjóðadeildin, Laugardalsvöllur)
Arnar Viðars: Breytir riðlinum að Rússland sé sjálfkrafa í fjórða sæti
Athugasemdir
banner