
Á undanförnum fimm tímabilum hafa Þór og Fjölnir verið saman í næstefstu deild fjórum sinnum. Liðin hafa mæst sjö sinnum, en fyrri leikur liðanna þetta tímabilið fór fram síðasta föstudag.
Lestu um leikinn: Fjölnir 6 - 0 Þór
Þegar þessir sjö leikir eru skoðaðir kemur í ljós að Fjölnir hefur unnið fimm leikjanna, Þór einn og einu sinni varð niðurstaðan markalaust jafntefli.
Lestu um leikinn: Fjölnir 6 - 0 Þór
Þegar þessir sjö leikir eru skoðaðir kemur í ljós að Fjölnir hefur unnið fimm leikjanna, Þór einn og einu sinni varð niðurstaðan markalaust jafntefli.
Fjölnismenn eru vanir því að vinna Þórsara stórt. Þetta var í annað sinn á stuttum tíma sem liðið vinnur sex marka sigur því seinni leikur liðanna tímabilið 2019 endaði með 1-7 sigri Fjölnis á Þórsvelli.
Alla fimm leikina hefur Fjölnir unnið með þremur mörkum eða meira; tvisvar sinnum með sex mörkum og þrisvar með þremur.
Tímabilið 2021 var gott ár hjá Þór gegn Fjölni því þá vann liðið 0-3 á Extra vellinum í kveðjuleik Alvaro Montejo og seinni leikurinn endaði með markalausu jafntefli.
Markatalan í leikjunum sjö er 25:6 Fjölni í vil.
Athugasemdir