Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. júní 2020 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir | MBL 
Óli Kristjáns verulega ósáttur með dómgæsluna í gær
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari FH, var ekki parsáttur við dómgæsluna í leik liðs síns gegn Víkingi R. í gærkvöldi. Víkingur sigraði leikinn 4-1 og var það helst dómgæslan í þriðja marki Víkinga, þegar Óttar Magnús Karlsson skorar úr snöggri aukaspyrnu, sem fór illa í Óla. Pétur Guðmundsson var dómari leiksins og Helgi Mikael Jónsson 4. dómari.

„Skrípaleikur bara. Frábær dómgæsla ef það var þannig að boltinn var kyrr og hann vill hafa flot í leiknum. Það er þá í fyrsta skipti í Pepsi Max deildinni sem þeir láta leikinn fljóta. Frá mínum bæjardyrum var hann að tala við mína leikmenn og Gunnar var ekki í markinu. Helgi segir við mig sem fjórði dómari að hann hafi talað við hann hérna, af línunni,“ sagði Óli við Vísi og hélt áfram.

„Sami dómari var í bikarúrslitaleik í fyrra þar sem hann naut aðstoðar fjórða dómara en hann kaus að taka ekki mark á honum hér í dag. Við töpum samt ekki út af dómgæslunni, við vorum slakir en þetta var skondið mark."

Óli hafði svipaða sögu að segja í viðtali við mbl.is eftir leikinn.

„Frá­bær dómgæsla, að leyfa leikn­um að fljóta og Pét­ur er þá að gefa ákveðið for­dæmi um að það megi taka auka­spyrn­ur hratt. Ég fagna því,“ sagði Ólaf­ur. Blaðamaður mbl.is bætti við eftirfarandi orðum í greinina sem var unnin upp úr svari Ólafs: „og sitt sýn­ist hverj­um um hvað megi lesa á milli lín­anna þar."
Athugasemdir
banner
banner