Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 30. júlí 2022 12:20
Ívan Guðjón Baldursson
Lewandowski: Sumar manneskjur sem sögðu ósatt
Mynd: Barcelona

Robert Lewandowski segir ekkert til í því að hann hafi farið frá FC Bayern útaf meintum áhuga félagsins á Erling Braut Haaland, fyrrum sóknarmanni Borussia Dortmund.


Lewandowski vildi ólmur yfirgefa Bayern í sumar og fékk að lokum það sem hann vildi þegar Þýskalandsmeistararnir samþykktu kauptilboð frá Barcelona.

„Þetta hafði ekkert með Erling að gera, það hefði ekki verið vandamál fyrir mig að fá hann til Bayern. Ég vil ekki segja nákvæmlega hvað gerðist en sannleikurinn er mikilvægastur fyrir mig og það voru sumar manneskjur sem sögðu mér ekki satt," sagði Lewandowski.

„Ég hef sannleikann í fyrirrúmi og það hefur alltaf verið mikilvægt fyrir mig að vera skýr og sannmæltur. Það var kannski vandamál fyrir nokkra einstaklinga og á endanum ákvað ég að ég þurfti að fara frá Bayern München og til Barcelona.

„Hjá Bayern átti ég í mjög góðu sambandi við liðsfélagana, starfsteymið og þjálfarann og ég mun sakna þeirra allra því ég naut dvalar minnar hjá félaginu. Við erum ekki bara vinir á vellinum heldur eitthvað meira en það.

„Nú er þessum kafla lokið og ég hef nýjan kafla í mínu lífi og á mínum ferli."

Lewandowski var hjá Bayern í átta ár og skoraði 344 mörk í 375 leikjum. Á síðustu þremur árunum gerði hann 153 mörk í 133 leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner