Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 30. nóvember 2021 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Síðasta samningstilboð Chelsea heillaði Rudiger ekki
Antonio Rudiger.
Antonio Rudiger.
Mynd: EPA
Framtíð varnarmannsins Antonio Rudiger er í lausu lofti þar sem hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við Chelsea.

Vefmiðillinn Goal segir frá því í dag að spænska stórveldið Real Madrid hafi mikinn áhuga á því að fá Rudiger á frjálsri sölu næsta sumar - þegar samningur hans rennur út.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hefur verið að reyna sannfæra Rudiger um að framlengja en það gengur ekki vel. Rudiger er ekki sáttur með samningstilboð Lundúnafélagsins.

Síðasta tilboð Chelsea var fyrir 140 þúsund pund í vikulaun, en það heillaði ekki þýska varnarmanninn.

Rudiger hefur reynst mikilvægur fyrir Chelsea frá því Tuchel tók við liðinu.

Hann gæti spilað fyrir Real Madrid á næsta ári, en Bayern München og Paris Saint-Germain eru einnig á meðal félaga sem eru að fylgjst með stöðu hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner