Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. janúar 2023 11:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Thorsport 
Þór fær varafyrirliða Öster (Staðfest)
Lengjudeildin
Marc í leik með Silkeborg.
Marc í leik með Silkeborg.
Mynd: Getty Images
Þórsarar tilkynntu í dag að samkomulag væri í höfn um að Marc Rochester Sörensen væri genginn í raðir félagsins. Hann mun leika með liðinu á komandi tímabili í Lengjudeildinni.

Marc er þrítugur miðjumaður og hefur á sínum ferli leikið 99 leiki í dönsku úrvalsdeildinni, flesta með Silkeborg.

Hann kemur til Þórs frá sænska félaginu Öster. Þar lék hann undir stjórn Srdjan Tufegdzic - Túfa - á síðustu leiktíð og við hlið Alex Þórs Haukssonar á miðsvæðinu. Túfa er fyrrum þjálfari KA, Grindavíkur og fyrrum aðstoðarþjálfari Vals.

Marc var lykilhlutverki í liði Öster sem hafnaði í 3. sæti sænsku B-deildarinnar; lék 25 leiki og skoraði í þeim fimm mörk auk þess að eiga þrjár stoðsendingar en Marc var varafyrirliði liðsins.

„Það má segja að Marc tikki í öll þau box sem við vorum að leita að, hann er skapandi miðjumaður eða sóknarmaður og á þeim aldri sem sárlega vantar í okkar leikmannahóp. Marc hefur spilað í stórum félögum í bæði í Danmörku og Svíþjóð og við teljum að hann eigi eftir að hjálpa okkar yngri leikmönnum mikið með leiðtogahæfni sinni,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, um komu Marc.

Daninn mætir til Akureyrar um helgina og verður klár í fyrsta leik í Lengjubikarnum þann 12. febrúar næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner