Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
KDA KDA
 
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Lesendur Fótbolta.net geta sent inn pistla á [email protected]  Fullt nafn verður að vera með pistlinum og ekki er verra ef að mynd af pistlahöfundi fylgir með.
mið 23.maí 2018 16:45 Aðsendir pistlar
Að ræna upplögðu marktækifæri - RUPLA Bikarúrslitaleikur Chelsea og Manchester United um sl. helgi fer líklega frekar í sögubækurnar fyrir vel útfærða varnartaktík en leiftrandi sóknarbolta, en líklega verður eftirminnilegast atvikið sem réði úrslitum í leiknum. Leiddiþað til mikilla mótmæla leikmanna og framkvæmdastjóra Chelseaog varð tilefni líflegra umræðna á samfélagsmiðlum um hvort dómarinn hafi þar túlkað hina svokölluðu "Rupl-reglu" á réttan hátt. Meira »
fös 18.maí 2018 17:15 Aðsendir pistlar
Um vítaspyrnukeppnir Maí er mánuður þar sem knýja þarf fram úrslit fjölda leikja, og þar með sigurvegara viðkomandi móta, í einum leik, t.d. bikarúrslitaleikja hjá stærstu þjóðunum, úrslitaleikja Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar, umspilsleikja í ensku deildunum o.s.frv. En þegar mótareglur gera ráð fyrir að fenginn sé sigurvegari í einum leik, eða þegar samanlögð úrslit leikja heima og heiman eru jöfn, heimila knattspyrnulögin einungis eftirfarandi aðferðir til að skera úr um sigurvegarana:
• Regluna um mörk á útivelli.
• Framlengingu.
• Vítaspyrnukeppni (með eða án undangenginnar framlengingar). Meira »
mið 02.maí 2018 17:00 Aðsendir pistlar
Eru eigendur íþróttafélaga á Íslandi nægilega upplýstir? Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum og þar af leiðandi koma þær oft til tals þegar ég á í spjalli við annað fólk. Sjálfur æfði ég fótbolta og körfubolta á mínum yngri árum, á unglingsárunum var mér gert að velja á milliþessara tveggja íþrótta. Valið var erfitt og ég hef oft hugsað til baka hvort að ég hafi gert rétt með því að velja körfuboltann. Ég æfði körfubolta í nokkur ár eftir það eða þar til ég var um 18 ára. Það var sennilega unglingaveikin sem náði mér að lokum og ég tók félagslífið fram yfir íþróttina. Ég er félaginu mínu ævinlega þakklátur fyrir þessi ár, og öllu því frábæra fólki sem ég kynntist á þessum tíma. En þrátt fyrir að ég hafi hætt að æfa, hef ég ekki hætt að hafa skoðanir á liðinu mínu. Liðið sem hefur skapað svona margar sterkar minningar fyrir mig, bæði súrar og sætar. Oft á tíðum hafa þessar skoðanir snúið að hlutum sem ég hef minna vit á, eins og hvaða leikmenn mér finnist eigi að spila eða hver eigi að þjálfa liðin. En ég hef líka skoðanir á hlutum sem ég hef vit á, hlutum sem snúa að mér og öðrum sem stuðningsfólki liðsins. Meira »
mið 04.apr 2018 15:00 Aðsendir pistlar
„Helvítis dómari” Flestum er kunnugt um misjafna hegðun sumra foreldra á íþróttamótum barna sinna. Flestir foreldrar kunna að haga sér á íþróttamótum barnanna enda snýst þetta um börnin en ekki þá. Meira »
mán 19.mar 2018 18:15 Aðsendir pistlar
Gervigras og gullnámur Daninn Rasmus Ankersen skrifaði eftirtektarverða bók um gullnámuáhrif (The Gold Mine Effect) þar sem hann heimsótti staði víða um veröld sem skiluðu óvenju miklu hæfileikafólki í einstökum íþróttum.Þar á meðal frjálsíþróttafélag í Jamaíku, tennisskóla í Rússlandi, hlaupaklúbba í Kenía og Eþíópíu og knattspyrnufélög í Brasilíu. Bók Ankersen vakti mikla athygli þegar hún kom út þar sem gullnámurnar voru ekki staðirnir sem höfðu eytt mestu fjármagni í að búa til fullkomna aðstöðu og ráða til sín frægustu þjálfarana, heldur staðir sem höfðu næga aðstöðu og viðeigandi mannauð og menningu sem ýtti undir árangur í sínu fagi. Bókin er góð og auðvelt að mæla með henni. Meira »
mán 12.mar 2018 17:00 Aðsendir pistlar
VAR-dómgæsla og 4. skiptingin í framlengingu Á 132. ársfundi Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda (IFAB) sem haldinn var í Zürich í byrjun þessa mánaðar voru ákvæðin um "vídeó-aðstoðardómgæslu" (VAR =Video Assistant Referees) formlega skrifuð inn í sjálf knattspyrnulögin. Eins og flestir knattspyrnuaðdáendur hafa væntanlega orðið varir við þá hafa á undanförnum árum verið gerðar tilraunir með notkun kerfisins í ýmsum knattspyrnumótum, en með þessari samþykkt IFAB nú er ekkert lengur því til fyrirstöðu að nota megi kerfið í stórum sem smáum mótum, svo fremi sem þau skilyrði sem sett eru í knattspyrnulögunum um notkun þess séu uppfyllt. Eins og við var að búast eru skoðanir skiptar um ágæti kerfisins, en nú hefur öllum formsatriðumvarðandi innleiðingu þess sem sagt verið fullnægt og því hefur FIFA m.a. þegar tilkynnt formlega að sambandið hyggist notfæra sér það í lokakeppninni HM í Rússlandi í sumar. Úr þessu verður því varla aftur snúið, en hins vegar hlýtur að teljast afar ólíklegt að VAR-kerfið verði tekið upp í leikjum á Íslandi í bráð og lengd vegna hinna ítarlegu og flóknu skilyrða sem innleiðingu þess fylgja (t.d. hvað varðar kröfur um fjölda upptökuvéla og annan tæknibúnað). Meira »
fim 08.feb 2018 16:30 Aðsendir pistlar
Evrópski boltinn Pistillinn birtist upphaflega á romur.is Meira »
fös 29.des 2017 14:00 Aðsendir pistlar
Skuggi alþjóðlegra veðmála Írlandsmeistarar í U15 og elsta knattspyrnufélag á Írlandi. Þetta hljómar eins og uppskrift að bjartri framtíð byggðri á sterkum sögulegum grunni. Athlone Town Football Club verða andstæðingar Galway United í fyrsta leik tímabilsins, nánar tiltekið þann 23. febrúar 2018. Leikurinn ætti ekki að vekja mikla athygli á Íslandi en leikurinn verður sögulegur. Meira »
fim 30.nóv 2017 14:00 Aðsendir pistlar
HM drátturinn - Nánar um tölfræðilegar líkur Íslands Draumur okkar allra hefur ræst. Ísland verður í pottinum á föstudaginn þegar dregið verður í riðla fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. Eins og líklega margir aðrir hef ég eytt miklum tíma í vangaveltur undanfarnar vikur varðandi mögulega mótherja Íslands á HM. Ég ákvað að ganga skrefi lengra en að velta vöngum og setti saman smá kóða í MATLAB®sem hermir dráttinn og skráir með hvaða liðum Ísland lendir í riðli. Kóðinn var keyrður 1.000.000 sinnum og niðurstaðan er nálgun á líkurnar á að Ísland lendi með hverju hinna liðana í riðli. Þessi aðferðarfræði nefnist Monte Carlo hermun fyrir áhugasama. Meira »
fim 09.nóv 2017 17:00 Aðsendir pistlar
Það að draga sig til baka er líka einkenni í sjúkdómnum Ég heiti Hrefna Huld Jóhannesdóttir. Ég spilaði lengi fótbolta með KR, með yngri landsliðunum og með A landsliðinu. Ég var greind með geðklofa árið 2009, þá var ég 28 ára gömul. Mig langar til að skrifa pistil um hvernig er að vera med geðsjúkdóm. Meira »