Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
KDA KDA
 
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Lesendur Fótbolta.net geta sent inn pistla á [email protected]  Fullt nafn verður að vera með pistlinum og ekki er verra ef að mynd af pistlahöfundi fylgir með.
þri 17.mar 2020 11:30 Aðsendir pistlar
Hatrið mun sigra Hatrið á milli Millwall og West Ham United er eitt það langlífasta og bitrasta í enskri knattspyrnu. Bæði liðin, sem í upphafi hétu Millwall Athletic og Thames Ironworks, voru bæði staðsett í austurhluta London og aðeins örfáir kílómetrar voru á milli liðanna. Fyrsti leikurinn á milli þeirra fór fram í FA bikarkeppninni keppnistímabilið 1899-1900. Leikir liðanna á þessum tíma voru þekktir sem „Dockers derby“ þar sem stuðningsmenn beggja liða unnu á skipasmíðastöðvum sitthvoru megin við Thames ánna. Ekki nóg með það að stuðningsmenn beggja liða unnu fyrir sitthvora skipasmíðastöðina því báðar skipasmíðastöðvarnar voru einnig í harðri samkeppni við hvor aðra og mun það einnig hafa aukið á spennuna á milli liðanna. Meira »
fim 27.feb 2020 09:30 Aðsendir pistlar
Ertu að hætta? Ok, bæ! Það er 24. júní 2016 og ég blæs í flautuna í síðasta skiptið. Ég er staddur á Stokkseyrarvelli og var að enda við að flauta til leiksloka í leik Stokkseyrar gegn Afríku í neðstu deild karla. Ég var löngu búinn að ákveða það að enda minn feril á vellinum þar sem hann hófst – á Stokkseyrarvelli, en ég bjó í þessu fallega þorpi þar til ég var 15 ára gamall. Eftir leikinn stilltu leikmenn Stokkseyrar sér upp í heiðursvörð mér til heiðurs þar sem ég var svo síðan verðlaunaður af Stokkseyringum með fallegri styttu sem á stóð, „Þú ert sá Stokkseyringur sem náð hefur lengst á sviði knattspyrnunnar á Íslandi. Takk fyrir vel unnin störf og takk fyrir að halda uppi nafni Knattspyrnudeildar Stokkseyrar. Besti knattspyrnudómari landsins hefur blásið í síðasta sinn í dómaraflautuna.” Takk kærlega fyrir mig Stokkseyringar! Meira »
fös 14.feb 2020 10:30 Aðsendir pistlar
Heimir Guðjóns hefði farið að hlæja Ummæli Jon Moss knattspyrnudómara í efstu deild Englands hafa verið töluvert í umræðunni. Kannski ekki hér á klakanum en töluvert í landi konungsfjölskyldunnar. Hinn viðkvæmi leikmaður Bournemouth, Dan Gosling, var ekki sáttur með Moss sem dæmdi tapleik liðsins gegn Sheffield United á dögunum. Sakaði Gosling dómarann um að hafa sýnt sér mikla vanvirðingu þegar Moss sagði við hann, “Ég er ekki ástæðan fyrir því að þið eruð í fallsæti, þið eruð það!” Gosling fór mikinn í viðtali eftir leikinn þar sem hann sagði meðal annars: “„Mér fannst hann sýna mikla vanvirðingu með því sem hann sagði. Mér fannst hann vera til skammar. Dómarar töluðu um virðingu fyrir tímabilið en það var engin virðing hjá Jon Moss á sunnudaginn." Meira »
fim 19.des 2019 14:15 Aðsendir pistlar
Sköpunarsaga Köttaranna Knattspyrnufélagið Þróttur fagnaði á haustmánuðum 70 ára afmæli sínu og í tilefni þess gaf félagið út veglegt afmælisrit. Falast var eftir því að undirritaður skrifaði gein í blaðið um það hvernig Köttararnir, stuðningssveit Þróttar, urðu til. Greinin þótti ekki hæf til birtingar í afmælisritinu og birtist því hér í staðin á fótbolti.net. Kann höfundur netmiðlinum bestu þakkir fyrir birtinguna og um leið að varðveita söguna óritskoðaða. Meira »
mán 02.des 2019 10:30 Aðsendir pistlar
Meðvitað gáleysi knattspyrnumanna Af einhverjum ástæðum virðast flestir halda að knattspyrna sé laus við lyfjamisnotkunina sem plagar svo gott sem allar aðrar íþróttir. Sumir ganga meira að segja svo langt að halda því fram að knattspyrnumenn hagnist minna á lyfjamisnotkun en aðrir íþróttamenn, vegna þess að íþróttin snúist meira um tæknilega og taktíska færni en líkamlega eiginleika. Þessar staðhæfingar eru auðvitað bæði einfeldningslegar og kolrangar. EPO, HGH og testosterone bæta kannski ekki knattspyrnugetu leikmannanna, en þau auka úthald og styrk, koma í veg fyrir vöðvatap á langri leiktíð, stytta endurheimt og flýta endurhæfingu. Knattspyrna er vinsælasta íþrótt í heimi, og það eina sem skilur á milli fátæktar og ríkidóms fyrir fjölmarga sem stunda sportið; hvatinn til að svindla er þar af leiðandi gríðarlegur. Eins og VAR atvik undanfarinna mánaða hafa undirstrikað er knattspyrna leikur sentímetra; og prómillur skilja oft á milli þeirra sem sigra og tapa. Það gefur auga leið að leikmenn sem þreytast sjaldnar en aðrir, missa aldrei úr leik og meiðast sjaldan eru gífurlega verðmætir, bæði íþróttalega og fjárhagslega (14% allra launagreiðslna í Ensku úrvalsdeildinni fara til meiddra leikmanna). Meira »
mið 03.júl 2019 22:08 Aðsendir pistlar
Fréttatilkynning Ginola vegna Pollamótsins Í dag – miðvikudaginn 3. júlí kl. 14.14 – í höfuðstöðvum Ginola í Villefranche í Suður-Frakklandi, skrifuðu Sir Hlynur F. „Gaffer“ Þormóðsson og John „#2“ Cariglia, OBE, undir áframhaldandi starfssamning við Ginola. Þetta þykir tíðindum sæta í fótboltaheiminum enda hafa samningaviðræður dregist á langinn og þótt erfiðar mjög. Meira »
mán 10.des 2018 16:30 Aðsendir pistlar
Þór Akureyri og lífið  Sagan er aldrei of oft sögð til að minna á fortíð og gera að opnara og betra samfélagi fyrir alla óháð stöðu og stétt. Íþróttir hafa mikið forvarnargildi og þá skiptir máli að unnið sé vel með sjálfsmyndina og að allir sem hafi áhuga geti stundað óháð getu. Ég deila minni reynslu sem rænir einstaklingum lífgæðum og lífi ef ekkert er að gert hvort sem þú ert í íþróttum eða ekki. Meira »
mið 31.okt 2018 17:00 Aðsendir pistlar
Endurvakning 4-3-3 kerfisins Endurkoma og endurvakning á 4-3-3 á hæstu stigum leiksins. Margir þjálfarar í dag eru að aðhyllast þessa leikaðferð fram yfir aðra valmöguleika. Þrjú topp lið ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester City, Liverpool og Chelsea, hafa verið að spila 4-3-3 . Ítalía, England og Frakkland hafa líka nýverið notað kerfið í þeirra
landsliðsleikjum. Meira »
lau 28.júl 2018 07:00 Aðsendir pistlar
Hvernig VAR? Gylfi Þór Orrason, fyrrum dómari, skrifar: Meira »
þri 12.jún 2018 18:00 Aðsendir pistlar
VAR á HM Eins og hér hefur áður komið fram, í fyrri pistli, tók ný útgáfa knattspyrnulaganna gildi á alþjóðavettvangi hinn 1. júní sl. Að þessu sinni voru breytingarnar á sjálfum leikreglunum þó óverulegar, en hins vegar komu nú inn í lögin ítarleg ákvæði í tengslum við VAR sem notast verður við í öllum leikjum á HM í Rússlandi eins og flestum mun kunnugt. Því er við hæfi nú að reyna að gera íslenskum knattspyrnuaðdáendum örlitla grein fyrir þeim samskiptareglum (VAR protocol) sem gilda munu á HM um notkun kerfisins. Meira »