Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 17. október 2014 18:00
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
160 milljónir evra á móti 60 þúsund
Magnús Már Einarsson
Magnús Már Einarsson
Leikmenn Eibar fagna marki.
Leikmenn Eibar fagna marki.
Mynd: Getty Images
Heimavöllur Eibar tekur 5200 manns.
Heimavöllur Eibar tekur 5200 manns.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er óhætt að segja að viðureign Barcelona og Eibar í spænsku úrvalsdeildinni á morgun minni á það þegar Davíð og Golíat áttust við. Einungis 30 þúsund manns búa í Eibar og allir íbúar bæjarins myndu ekki einu sinni ná að fylla þriðjung af Nou Camp, heimavelli Barcelona sem tekur tæplega hundrað þúsund manns.

Eibar er lítið félag í Baskalandi en heimavöllur liðsins tekur 5200 áhorfendur. Þrátt fyrir það er ekki alltaf fullt hús. Stuðningsmenn liðsins eru fáir enda bærinn álíka stór og Kópavogur. Í fyrra mættu til að mynda að meðaltali 2901 áhorfendur á heimaleiki Eibar í spænsku B-deildinni.

Eibar kom þá gífurlega á óvart með því að vinna spænsku B-deildina eftir að hafa komist upp úr C-deildinni ári áður. Þrátt fyrir þennan glæsilega árangur voru efasemdir í sumar um að félagið myndi fá þátttökuleyfi í spænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Ástæðan er sú að þegar félög falla úr La Liga fá þau pening til að takast betur á við fjárhagslega áfallið sem það er. Önnur félög í La Liga borga í sjóð sem félögin sem falla fá, svokallaðan fallhlífar pening. Eibar komst upp í vor og þá fékk félagið reikning frá spænsku úrvalsdeildinni upp á 1,7 milljón evra.

Alonso og David Silva hjálpuðu til
Það er ekki stór upphæð fyrir mörg félög en fyrir Eibar var þetta stór biti. Félagið er vel rekið og skuldar ekkert en það átti heldur ekki þessa upphæð til staðar. ,,Við erum eina atvinnumannafélagið á Spáni sem skuldar ekki neitt. Við reyndum að berjast fyrir þessu í dómstólum en á endanum urðum við að finna peninginn," sagði Alex Aranzabal forseti Eibar.

Með hjálp samfélagsmiðla náði Eibar að safna fyrir upphæðinni en mörg þúsund manns út um allan heim lögðu sitt að mörkum. David Silva og Xabi Alonso hjálpuðu meðal annars til við að vekja athygli á söfnuninni en þeir voru á sínum tíma á láni hjá Eibar.

Söfnunin var lífsnauðsynleg þar sem Eibar vill ekki fara sömu leið og mörg spænsk félög með því að taka lán og hella sér út í skuldir. ,,Við myndum aldrei íhuga að skulda pening. Við byggjum okkar félag á því sem við eigum," segir Aranzabal.

Eyddu 60 þúsund evrum í sumar
Það sést best á því hvað Eibar gerði á leikmannamarkaðinum í sumar fyrir fyrsta tímabil sitt í La Liga. Eibar fékk tólf leikmenn í sínar raðir en ellefu þeirra komu frítt eða á láni. Félagið ákvað síðan að splæsa í kantmanninn Dani Nieto sem kom frá B liði Barcelona á 60 þúsund evrur.

Á sama tíma eyddi Barcelona 94 milljónum evra í Luis Suarez en sá peningur myndi duga til að reka Eibar í fimm ár. Barcelona eyddi samtals 160 milljónum evra í leikmenn í sumar samanborið við þessar 60 þúsund evrur hjá Eibar. Munurinn er einfaldlega sturlaður!

Það verður mikið ævintýri fyrir Eibar að spila á Nývangi á morgun en félagið hefur aldrei mætt Barcelona. Þrátt fyrir að vera að mæta smáliði þá ættu leikmenn Barcelona ekki að vanmeta Eibar því liðið er með níu stig eftir sjö umferðir í La Liga og situr í fínum málum um miðja deild. Það þarf því ekki að vera að Eibar ævintýrið hafi náð hápunkti ennþá.

Munurinn á Barcelona og Eibar í tölum
Stærð heimavalla: Barcelona 98,772 - Eibar 5,200
Meðal áhorfendafjöldi 13/14: Barcelona 71,977 - Eibar 2,901
Stuðningsmannaklúbbar: Barcelona 1267 - Eibar 3
Fylgjendur á Twitter: Barcelona 7,2 milljónir - Eibar 32,600
Titlar: Barcelona 81 - Eibar 0
Tímabil í úrvalsdeild: Barcelona 84 - Eibar 1
Landsliðsmenn: Barcelona 24 - Eibar 2
Árleg velta: Barcelona 539 milljónir evra - Eibar 18 milljónir evra
Skuldir: Barcelona 287 milljónir evra - Eibar 0
Heimild: BBC
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner