Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 28. janúar 2014 09:00
Magnús Már Einarsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
„Have you ever been to Westman Islands?"
Magnús Már Einarsson
Magnús Már Einarsson
Það var fámennt fyrir utan Old Trafford í gær.
Það var fámennt fyrir utan Old Trafford í gær.
Mynd: Getty Images
,,Hver er þetta?
,,Hver er þetta?
Mynd: Getty Images
Mata og Moyes glaðir í bragði á fréttamannafundinum.
Mata og Moyes glaðir í bragði á fréttamannafundinum.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Moyes var alveg til í að spjalla um Vestmannaeyjar.
Moyes var alveg til í að spjalla um Vestmannaeyjar.
Mynd: Getty
Leigubílstjórarnir eru til í að spjalla um boltann.
Leigubílstjórarnir eru til í að spjalla um boltann.
Mynd: Getty Images
Það var ótrúlega tómlegt fyrir utan Old Trafford. Ekkert sem benti til þess að þarna yrði dýrasti leikmaður félagsins frá upphafi kynntur innan skamms. Örfáir túristar með myndavélar voru sjáanlegir og fréttamaður frá Noregi sem spurði vegfarendur út í endurkomu Ole Gunnar Solskjær: Ertu spenntur að sjá Ole Gunnar aftur á Old Trafford? - ,,Hvern? Ég er frá Bandaríkjunum og veit voða lítið um fótbolta. Kannski er betra fyrir þig að tala við einhvern annan.“ Stutt og vont spjall.

Stuttu seinna birtist öryggisvörður og rak norska fréttamanninn í burtu. Hann hafði ekki fengið leyfi til að taka upp efni fyrir utan völlinn og varð mér ljóst að það var nánast útilokað að fréttamannafundurinn færi fram á aðalleikvanginum. Þá var bara aðeins einn annar staður sem kom til greina. Ég fann leigubíl og bað bílstjórann um að aka mér að æfingasvæði Manchester United, aðeins út fyrir borgina.

,,Look at Manchester United now,“ sagði leigubílstjórinn skellihlæjandi þegar hann skutlaði mér á æfingasvæðið. ,,They need three or four players mate,“ bætti hann við. Þessi ágæti leigubílstjóri hefur verið stuðningsmaður Manchester City allt sitt líf og hann hefur gaman að því að sjá þá ljósbláu hafa yfirhöndina í borginni á þessu tímabili. ,,Þú getur ekki ímyndað þér hvernig þetta hefur verið fyrir stuðningsmenn Manchester City síðustu 30 ár. Ég sá þá tapa 2-1 gegn Macclesfield eftir að þeir féllu í ensku aðra deildina. Það var botninn.“ Leigubílstjórinn er ánægðari með gang mála í boltanum í dag og heimtar að fá að sækja mig aftur eftir fréttamannafundinn. Toppmaður.

Það fór ekki á milli mála að ég hafði ratað á réttan stað þegar komið var á æfingasvæðið en fjöldi sjónvarpsmanna gerðu allt klárt fyrir beina útsendingu frá fréttamannafundi Juan Mata. Um 50 sæti voru í fundarsalnum og á svæðinu voru enskir fjölmiðlar í bland við nokkra spænska. Þegar klukkan sló 13:30 tilkynnti aðili í fjölmiðlahópnum að Mata yrði í treyju númer 8 en ekki treyju númer 7 eins og knattspyrnuheimurinn hafði búist við.

Nokkrum mínútum síðar löbbuðu þeir David Moyes og Juan Mata inn í salinn og Spánverjinn brosti með treyju númer átta í höndinni. Eftir ensku fréttamannirnir luku sér af tóku þeir spænsku við og átti túlkurinn í mesta basli með þýðinguna enda beindu Spánverjarnir töluvert lengri og flóknari spurningum að samlanda sínum.
Mata sagðist hafa verið gríðarlega ánægður með þyrluferðina frá London og vakti sú fullyrðing kátínu á meðal fréttamannanna.

Undir lokin sagði fjölmiðlafulltrúi Manchester United að nú væri búið að beina nógu mörgum spurningum að Mata og gaf hún boltann á David Moyes. Skotinn hefur verið í skotlínunni hjá ensku pressunni í vetur og var hann stuttur í svörum. Eftir einungis fjórar spurningar sagði fjölmiðlafulltrúinn að nú færi fundinum að ljúka. ,,Hvað viltu segja um orðróminn með PSG og Januzaj?“ spurði einn blaðamaðurinn þá hikandi og Moyes svaraði þurrt: ,,Þið hlustið of mikið á sögusagnir.“ Í kjölfarið fylgdu 1-2 stutt svör frá þeim skoska áður en hann gékk burt ásamt fjölmiðlafulltrúanum. Það er greinilegt að Moyes líður ekkert allt of vel fyrir framan fjölmiðlamenn í augnablikinu.

Moyes sýndi þó allt annað viðmót þegar undirritaður rakst á hann nokkrum mínútum síðar. Eftir fundinn var fréttamönnum sagt að yfirgefa fundarherbergið strax og flestir héldu á brott. Ég var að klára að skrifa síðustu fréttirnar inn á Fótbolta.net svo ég tyllti mér með nokkrum spænskum blaðamönnum í afgreiðsluna á æfingasvæðinu. Moyes labbaði þar um og ræddi við konurnar í afreiðslunni áður en hann hvarf á braut. Ég hafði nú ekki kjark í að ráðast á hann þá en þegar hann kom aftur fram með fjölmiðlafulltrúanum og rölti framhjá skaut ég á hann: ,,David, have you ever been to Westman Islands in Iceland?“

Þá lifnaði heldur betur yfir kappanum en hann dvaldi í nokkra mánuði í Vestmannaeyjum á sínum yngri árum. Hann gaf sér tíma til að ræða dvölina í Vestmannaeyjum, sagðist hafa verið 18 eða 19 ára á þeim tíma og að hann hafi notið dvalarinnar en þar hefði hann hjálpað til við þjálfun yngri flokkanna.

Knattspyrnustjórinn virkaði afar geðþekkur, talaði um lífið í Eyjum, að faðir hans væri Íslandsvinur og spurði mig meðal annars hvar ég ætti heima á landinu. Ég svaraði því og spurði svo hvort það væri hægt að fá stutt ummæli frá honum um Íslandsdvölina. Þá dró aðeins úr kallinum, hann sagðist ekki eiga tíma í slíkt núna en lofaði að gefa mér viðtal síðar. Ég tippa á að það verði aldrei. Moyes kvaddi hins vegar vingjarnlega áður en hann hélt för sinni áfram. Geðþekkur og kurteis maður.

Leigubílstjórinn hressi skutlaði mér eftir þetta aftur á Old Trafford. Ég vonaðist til að hitta á stuðningsmenn United fyrir framan leikhús draumanna og fá þeirra viðbrögð við þessum stóru félagaskiptum. Þeir voru þó ekki farnir að flykkjast í Megastore til að fá sér treyju merkta Mata, bíða líklega með það þar til í kvöld. Jói Útherji hefur örugglega ekki selt mikið færri Mata treyjur í gær enda enski boltinn eiginlega þjóðaríþrótt Íslendinga, allir eiga sitt lið.

Það var strax ljóst að það yrði erfitt verkefni að ræða við stuðningsmenn á Old Trafford og ég endaði því ferðina á leigubílaferð hjá eldri konu sem hafði að sjálfsögðu sínar skoðanir á boltanum. Konan vill meina að leikmenn í dag fái alltof mikið borgað og þeir hafi ekkert við þennan pening að gera. Eftir að hafa hraunað yfir spilamennsku Manchester United bætti hún því við að allir stuðningsmenn liðsins ættu að fara á Twitter og láta í sér heyra. Liðið væri að spila eins og rúgbý lið. Skil reyndar ekki hvaðan sú tenging kom. Konan var hins vegar heldur betur til í að ræða knattspyrnuna. Leigubílstjórar á Englandi eru alltaf til í það. Kannski eru leigubílstjórarnir svipaðir á Íslandi en af einhverjum ástæðum man maður bara svo lítið eftir samtölunum þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner