Östersund hefur verið neitað um keppnisleyfi í sænsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili vegna fjárhagserfiðleika. Östersund ætlar að áfrýja en ef áfrýjuninni verður hafnað verður liðið dæmt niður um deild.
Östersund var í þriðju efstu deild árið 2012 en undanfarin ár hafa verið eitt stórt ævintýri hjá liðinu. Östersund varð sænskur bikarmeistari árið 2017 undir stjórn Graham Potter, núverandi stjóra Brighton.
Östersund fór síðan alla leið í 32-liða úrslit í Evrópudeildinni árið eftir þar sem liðið tapaði gegn Arsenal.
Í ár var Östersund að glíma við falldrauginn lengi vel en liðið endaði að lokum í tólfta sæti af sextán liðum í Svíþjóð.
Östersund var í þriðju efstu deild árið 2012 en undanfarin ár hafa verið eitt stórt ævintýri hjá liðinu. Östersund varð sænskur bikarmeistari árið 2017 undir stjórn Graham Potter, núverandi stjóra Brighton.
Östersund fór síðan alla leið í 32-liða úrslit í Evrópudeildinni árið eftir þar sem liðið tapaði gegn Arsenal.
Í ár var Östersund að glíma við falldrauginn lengi vel en liðið endaði að lokum í tólfta sæti af sextán liðum í Svíþjóð.
Ef áfrýjun Östersund verður einnig vísað frá þá mun Brage koma upp úr sænsku B-deildinni í úrvalsdeildina. Brage endaði í 3. sæti í sænsku B-deildinni á nýliðnu tímabili en Bjarni Mark Antonsson var í lykilhlutverki hjá liðinu.
Athugasemdir