Það er mikil eftirvænting á leikdegi hér í Cardiff. Wales og Ísland mætast í mikilvægum leik fyrir bæði lið og í gær var búið að selja 27 þúsund miða.
Umræðan í aðdraganda leiksins hefur litast að miklu leyti af óvissunni um framtíð Age Hareide landsliðsþjálfara Íslands.
Umræðan í aðdraganda leiksins hefur litast að miklu leyti af óvissunni um framtíð Age Hareide landsliðsþjálfara Íslands.
Þegar Hareide var ráðinn á síðasta ári hafði Arnar Þór Viðarsson verið rekinn í kjölfarið á slæmu tapi í Bosníu. Sögulegur 7-0 sigur gegn Liechtenstein gat ekki bjargað Arnari, ákvörðun hafði verið tekin.
Hareide tók við og sagði að markmiðið væri klárlega að koma liðinu á EM. Ísland fékk tækifæri á því að komast á EM í gegnum umspilið en tapaði naumlega gegn Úkraínu 2-1 í úrslitaleik í Póllandi. Sigurmarkið á 84. mínútu. Grátlegt.
Þegar Hareide var ráðinn hugsaði maður að hans vegferð væri hugsuð fram yfir undankeppni HM. „Endakallinn“ yrði að byggja upp lið sem gæti herjað að því að komast á HM í Bandaríkjunum og nágrenni. Og það hefur mögulega verið hugsunin hjá Vöndu Sigurgeirsdóttur og þáverandi stjórn.
KSÍ og Hareide hafa ekkert viljað tjá sig um hvað gerist þegar samningur Hareide rennur út. Þorvaldur Örlygsson er sestur í formannsstólinn en það var Vanda sem valdi Hareide. Sjálfur hefur Hareide ekkert viljað tjá sig um það hvort hann hafi svo á annað borð áhuga á því að halda áfram.
Ætli það sé tilfinning beggja aðila að best sé að binda enda á samstarfið? Verður kannski bara fundað eftir þetta verkefni og spilin sett á borðið?
Eins og oft í fótboltanum eru skiptar skoðanir á því hver sé rétti maðurinn í starfið, eins og sést bersýnilega á skoðunum fjölmiðlamanna og hlaðvarpsstjórnenda sem fjalla um landsliðið. Þetta er jú stærsta þjálfarastarf Íslands og augljóst að íslenskir þjálfarar girnast það.
Maður veit ekki hvað er í gangi bak við tjöldin hjá KSÍ en allir aðilar eru þó fagmannlegir í að gera sitt besta og ákveðnir í að klára þetta verkefni með sæmd og vonandi verður sigur í Cardiff niðurstaðan, sama þó það verði kveðjustund Hareide eða ekki.
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Wales | 6 | 3 | 3 | 0 | 9 - 4 | +5 | 12 |
2. Tyrkland | 6 | 3 | 2 | 1 | 9 - 6 | +3 | 11 |
3. Ísland | 6 | 2 | 1 | 3 | 10 - 13 | -3 | 7 |
4. Svartfjallaland | 6 | 1 | 0 | 5 | 4 - 9 | -5 | 3 |
Athugasemdir