Ég og Valur Páll Eiríksson, íþróttafréttamaður hjá Sýn, fengum okkur sæti á Marée veitingastaðnum í Vaduz í dag og spáðum í spilin fyrir það hvernig líklegt byrjunarlið Íslands verður gegn Liechtenstein á morgun.
Þetta var niðurstaðan:
Meira »
Fyrrum formaður KSÍ ákvað að veðja á Arnar Þór Viðarsson, hann setti allt sitt traust á Arnar og ráðningin áhugaverð í ljósi þess að ferilskrá hans í þjálfun var afskaplega stutt og snubbótt ef miðað er við forvera hans. En Arnar gerði vel með U21 liðið, kom með ferska vinda að mörgu leyti og það heillaði greinilega KSÍ.
Síðan eru liðnir 27 mánuðir. Meira »
Síðan eru liðnir 27 mánuðir. Meira »
Í þessum skrifuðu orðum er íslenska landsliðið að taka sína síðustu æfingu hér í München, áður en haldið verður með einkaflugi til Bosníu síðar í dag.
Allir leikmennirnir í hópnum taka þátt í æfingunni, þar á meðal markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson sem kallaður var inn eftir að Elías Rafn Ólafsson varð fyrir höfuðmeiðslum á æfingu.
Flogið verður til Sarajevo, höfuðborgarinna í hinu fagra og fjalllenta landi Bosníu og Hersegóvínu, en þar mun liðið gista. Það eru 53 kílómetrar í Zenica, borgina þar sem leikurinn sjálfur mun fara fram. Meira »
Allir leikmennirnir í hópnum taka þátt í æfingunni, þar á meðal markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson sem kallaður var inn eftir að Elías Rafn Ólafsson varð fyrir höfuðmeiðslum á æfingu.
Flogið verður til Sarajevo, höfuðborgarinna í hinu fagra og fjalllenta landi Bosníu og Hersegóvínu, en þar mun liðið gista. Það eru 53 kílómetrar í Zenica, borgina þar sem leikurinn sjálfur mun fara fram. Meira »
Undankeppnin fyrir EM í Þýskalandi 2024 er að fara af stað. Annað kvöld klukkan 19:45 leikur Ísland gegn Bosníu/Hersegóvínu í borginni Zenica.
Snemma í þessum mánuði setti Sæbjörn Steinke, fréttamaður Fótbolta.net, saman mögulegt byrjunarlið Íslands en síðan þá hefur Sverrir Ingi Ingason, sem hefði pottþétt byrjað í hjarta varnarinnar, þurft að draga sig út úr hópnum. Meira »
Snemma í þessum mánuði setti Sæbjörn Steinke, fréttamaður Fótbolta.net, saman mögulegt byrjunarlið Íslands en síðan þá hefur Sverrir Ingi Ingason, sem hefði pottþétt byrjað í hjarta varnarinnar, þurft að draga sig út úr hópnum. Meira »
Þann 14. júní á næsta ári verður opnunarleikur Evrópumótsins á Allianz Arena í München. Þýskaland heldur mótið og Ísland stefnir á að vera með, það er yfirlýst markmið hópsins og þjálfarateymisins.
Það er því kannski vel við hæfi að vegferðin hefjist í Þýskalandi en landsliðið er komið saman hér í München þar sem það mun æfa áður en flogið verður yfir til Bosníu og Hersegóvínu á miðvikudaginn. Meðal annars verður æft á æfingasvæði sem notað er af kvennaliði og yngri liðum stórliðsins Bayern München. Þjóðverjar eru þekktir fyrir að vera með allt á hreinu og allar aðstæður því framúrskarandi. Meira »
Það er því kannski vel við hæfi að vegferðin hefjist í Þýskalandi en landsliðið er komið saman hér í München þar sem það mun æfa áður en flogið verður yfir til Bosníu og Hersegóvínu á miðvikudaginn. Meðal annars verður æft á æfingasvæði sem notað er af kvennaliði og yngri liðum stórliðsins Bayern München. Þjóðverjar eru þekktir fyrir að vera með allt á hreinu og allar aðstæður því framúrskarandi. Meira »
Sú ákvörðun að láta ekki einhverja af þeim sjö leikmönnum í A-landsliðshópnum sem eru á U21 aldri minnka augljóslega möguleika Íslands á að komast í lokakeppni EM. En útilokar þá hinsvegar alls ekki.
U21 liðið er með fullt af hæfileikaríkum mönnum sem hafa sýnt gæði sín í undankeppninni, liðið er vel skipulagt og getur spilað frábæran fótbolta. Í allri umræðunni er þetta punktur sem má ekki gleymast, eins og Kristall Máni Ingason bendir á. Meira »
U21 liðið er með fullt af hæfileikaríkum mönnum sem hafa sýnt gæði sín í undankeppninni, liðið er vel skipulagt og getur spilað frábæran fótbolta. Í allri umræðunni er þetta punktur sem má ekki gleymast, eins og Kristall Máni Ingason bendir á. Meira »
Einn hatrammasti nágrannaslagur heims milli Rauða Stjörnunnar og Partizan í Serbíu. Maður hefur oft hugsað út í það að einn daginn verði maður að upplifa viðureign þessara liða. Sú hugsun mín hefur ágerst allsvakalega eftir gærdaginn.
Með því að elta kvennalandsliðið gafst tækifæri á að kíkja á heimaleik hjá Rauðu Stjörnunni, bikarleik gegn TSC Bačka Topola. Bikarinn í Serbíu trekkir ekki jafn mikið að og deildin og Marakana völlurinn, eins og heimamenn kalla hann, var tómlegur um að litast meðan leikurinn fór fram.
En fyrir aftan annað markið, þar sem heitustu stuðningsmenn Rauðu Stjörnunnar halda sig, myndaðist góður og hávær hópur. Það voru sprengjur, það voru blys, hávær söngur, klósettpappír var kastað og slökkviliðsmenn og hermenn í viðbragðsstöðu á þessum niðurgrafna leikvangi.
Stemningin gaf sterkar vísbendingar um það hvernig andrúmsloftið er á Belgradslagnum, ef maður er sæmilegur í margföldun. Hitinn í leiknum sjálfum var býsna mikill og næstum hver einasti maður í starfsliðum beggja liða fékk að líta spjald, gult eða rautt. Meira »
Með því að elta kvennalandsliðið gafst tækifæri á að kíkja á heimaleik hjá Rauðu Stjörnunni, bikarleik gegn TSC Bačka Topola. Bikarinn í Serbíu trekkir ekki jafn mikið að og deildin og Marakana völlurinn, eins og heimamenn kalla hann, var tómlegur um að litast meðan leikurinn fór fram.
En fyrir aftan annað markið, þar sem heitustu stuðningsmenn Rauðu Stjörnunnar halda sig, myndaðist góður og hávær hópur. Það voru sprengjur, það voru blys, hávær söngur, klósettpappír var kastað og slökkviliðsmenn og hermenn í viðbragðsstöðu á þessum niðurgrafna leikvangi.
Stemningin gaf sterkar vísbendingar um það hvernig andrúmsloftið er á Belgradslagnum, ef maður er sæmilegur í margföldun. Hitinn í leiknum sjálfum var býsna mikill og næstum hver einasti maður í starfsliðum beggja liða fékk að líta spjald, gult eða rautt. Meira »
Það kveður við nýjan tón hjá íslenska landsliðinu og ummæli Arnars Þórs Viðarssonar á fréttamannafundi í gær um að þjálfararnir myndu aldrei gera kröfu á sigur hafa fallið í ansi grýttan jarðveg á samfélagsmiðlum.
„Nei, við gerum aldrei kröfu á sigur," sagði Arnar meðal annars á fundinum. Það skal þó enginn efast um að stefnan hjá Arnari sé sett á að vinna leikinn gegn Armeníu á föstudag: „Við trúum því að við getum tekið þrjú stig út úr næsta leik og við einbeitum okkur að því núna." Meira »
„Nei, við gerum aldrei kröfu á sigur," sagði Arnar meðal annars á fundinum. Það skal þó enginn efast um að stefnan hjá Arnari sé sett á að vinna leikinn gegn Armeníu á föstudag: „Við trúum því að við getum tekið þrjú stig út úr næsta leik og við einbeitum okkur að því núna." Meira »
Vináttulandsleikir hafa í gegnum ár gullkynslóðar Íslands ekki verið merkilegur tebolli. Liðið hefur skinið skærast þegar sem mest er undir og í gegnum tíðina hafa flestir þeir sem fengu tækifæri í vináttuleikjunum ekki náð að gera tilkall í að brjóta sér leið inn í liðið.
Sú umræða var oftast ríkjandi eftir vináttulandsleiki að þeir þóttu sýna og sanna að staða okkar burðarása væri óhagganleg. Það varð óumdeilt hvernig okkar besta lið væri skipað. Meira »
Sú umræða var oftast ríkjandi eftir vináttulandsleiki að þeir þóttu sýna og sanna að staða okkar burðarása væri óhagganleg. Það varð óumdeilt hvernig okkar besta lið væri skipað. Meira »
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og verðandi Fálkaorðuhafi sagði á fréttamannafundi í dag að næsta skref í afléttun yrði 25. maí. Frá og með þeim degi gefa stjórnvöld grænt ljós á að kappleikir í meistaraflokki fari fram.
Stefnt hefur verið á að Pepsi Max-deild karla hefjist 13. júní, sem er þá tæpum þremur vikum eftir að deildin gæti í raun og veru hafist.
Til hvers að eyða bestu vikum sumarsins í að bíða eftir því að mótið hefjist þegar leyfilegt er að hefja leik og þríeykið telur það öruggt? Meira »
Stefnt hefur verið á að Pepsi Max-deild karla hefjist 13. júní, sem er þá tæpum þremur vikum eftir að deildin gæti í raun og veru hafist.
Til hvers að eyða bestu vikum sumarsins í að bíða eftir því að mótið hefjist þegar leyfilegt er að hefja leik og þríeykið telur það öruggt? Meira »