Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   fös 10. janúar 2025 15:08
Elvar Geir Magnússon
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Bara Ísland og lönd sem eru í stríði
Elvar Geir Magnússon
Íþróttamannvirki á Íslandi standast ekki kröfur.
Íþróttamannvirki á Íslandi standast ekki kröfur.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Framkvæmdir standa yfir við Laugardalsvöll.
Framkvæmdir standa yfir við Laugardalsvöll.
Mynd: Instagram/laugardalsvollur
Á næstu mánuðum er komið að því sem hefur stefnt í alltof lengi án þess að brugðist hafi verið við, fyrr en of seint. Íslenskt félagslið þarf að leika heimaleik erlendis og einnig íslenska landsliðið vegna þess að mannvirkja- og vallamál hér á landi eru léleg og óboðleg.

Íslensk lið geta ekki spilað heima hjá sér en hjá öðrum löndum sem eru í sömu stöðu er ástæðan sú að þau eru í stríði; eins og Úkraína og Ísrael.

Loksins standa yfir framkvæmdir á Laugardalsvelli en það var auðvitað brugðist of seint við. Þjóðarleikvangur okkar er svo sannarlega aftarlega á merinni í alþjóðlegum samanburði. Félagslið víða um Skandinavíu eiga mun betri leikvanga og fátækustu lönd Evrópu líka.

Loksins er allavega eitthvað að gerast á vallarfletinum sjálfum í Laugardalnum og fljótlega í kjölfarið verður svo vonandi byggð upp viðunandi aðstaða fyrir búningsklefa og áhorfendur. Við verðum að vera þjóð meðal þjóða.

Við þurfum ekki að horfa lengra en til Færeyja til að læra eitthvað en þar er leikvangur sem stenst allar kröfur sem til þarf. Í vinnuferðum mínum erlendis, sama hvort það sé til Moldóvu eða Lúxemborgar, hugsar maður alltaf 'Af hverju eigum við ekki svona völl?'.

Víkingur þarf að eyða tugum milljóna í að spilar erlendis þar sem UEFA og FIFA, sem eru algjörlega komin með upp í kok af því að veita Íslandi endalausar undanþágur. Vegna stöðunnar minnka líka möguleikar íslenska landsliðiðsins á að ná árangri, því komandi einvígi gegn Kosóvó verður spilað á hlutlausum velli í Murcia á Spáni á meðan andstæðingar okkar fá heimaleik.

Svo er það bara grafalvarleg staða að Íslendingar þurfi að ferðast erlendis til að geta séð „heimaleiki“ íslenskra íþróttaliða.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir er nýr ráðherra íþróttamála og stendur vonandi við þau orð sín á dögunum að fylgja uppbyggingu íþróttamannvirkja fast á eftir. Vonandi fækkar fréttum um umsóknir um undanþágur, ódýr og léleg flóðljós sem standast ekki kröfur, sparnað við að byggja hálf íþróttahús í staðinn fyrir heil og tilgangslausa vinnuhópa og nefndir. Það þarf að láta verkin tala og gera þetta almennilega.
Athugasemdir
banner
banner
banner