
Það er ný vegferð að hefjast hjá íslenska landsliðinu og fyrsti kaflinn skrifaður í þessu einvígi við Kósovó sem hefst í Pristina í kvöld. Það er spenna og eftirvænting fyrir þessum leikjum meðal Íslendinga en það snýst aðallega að persónum og leikendum frekar en vægi þessa umspils.
Arnar Gunnlaugsson er tekinn við og ætlar að setja saman fjölhæfa og sveigjanlega blöndu sem bragðast vel við allar aðstæður. Vegferð hans í þjálfun hefur vakið verðskuldaða athygli og hann kann þá list að fá þjóðina alla til að stökkva um borð með sér.
Efasemdir eru varðandi úrvalið sem við höfum varnarlega en sjálfur hefur Arnar sagt að það sé ekki vandamál. Það þurfi bara að vinna rétt með leikmennina.
Það eru margir leikmenn að spila frábærlega en tríóið sem þjálfari Kósovó nefndi á fréttamannafundi er það sem mesta spennan er fyrir. Nýi fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson, varafyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson sem hefur blómstrað í Meistaradeildinni og svo Albert Guðmundsson sem hefur skorað gegn Napoli, Panathinaikos og Juventus í þremur síðustu leikjum sem hann hefur spilað.
Samkeppnin er mikil á miðju og í sókninni og ljóst að Arnar verður með öflug vopn til að koma inn af bekknum og breyta leikjum ef á þarf að halda.
Arnar Gunnlaugsson er tekinn við og ætlar að setja saman fjölhæfa og sveigjanlega blöndu sem bragðast vel við allar aðstæður. Vegferð hans í þjálfun hefur vakið verðskuldaða athygli og hann kann þá list að fá þjóðina alla til að stökkva um borð með sér.
Efasemdir eru varðandi úrvalið sem við höfum varnarlega en sjálfur hefur Arnar sagt að það sé ekki vandamál. Það þurfi bara að vinna rétt með leikmennina.
Það eru margir leikmenn að spila frábærlega en tríóið sem þjálfari Kósovó nefndi á fréttamannafundi er það sem mesta spennan er fyrir. Nýi fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson, varafyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson sem hefur blómstrað í Meistaradeildinni og svo Albert Guðmundsson sem hefur skorað gegn Napoli, Panathinaikos og Juventus í þremur síðustu leikjum sem hann hefur spilað.
Samkeppnin er mikil á miðju og í sókninni og ljóst að Arnar verður með öflug vopn til að koma inn af bekknum og breyta leikjum ef á þarf að halda.
Þó þetta séu mótsleikir gegn Kósovó eru þetta óbeint undirbúningsleikir líka. Arnar vill sjá skýrar framfarir á spilamennskunni milli leikja og hefur víst haldið langa fundi í aðdragandanum enda fullt af upplýsingum sem leikmenn þurfa að sjúga í sig.
Markmiðið er að öll hjól verði farin að snúast og liðið orðið mótað fyrir undankeppni HM sem hefst í haust.
Bardagi Kósovó og Íslands snýst um hvort liðið verði í B-deild Þjóðadeildarinnar. Eins og augljóst er fáum við erfiðari leiki gegn öflugri andstæðingum með því að halda okkur í B-deildinni, eitthvað sem ætti að hjálpa liðinu að taka stærri skref í framtíðinni.
En þó fall í C-deildina yrði niðurstaðan þá getur sú deild líka opnað varaleið á stórmót og mögulega hagstæðari, eins og Georgía sýndi á síðasta EM. Það eitt og sér að það sé umræða um hvort sé betra að vinna eða tapa er umhugsunarefni fyrir UEFA um fyrirkomulag þessarar keppni. Efni til að fjalla um á fundi.
Það er langbest að byrja bara strax að skapa sigurhefð og leggja Kósovó. En það sem skemmtilegast verður að sjá er hvernig Arnari og hans teymi gengur að móta liðið úr þessum hæfileikaríku leikmönnum. Skemmtanagildi liðsins ætti allavega að vera mjög hátt.
Athugasemdir