Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
   fös 16. júní 2017 10:15
Björn Már Ólafsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Lið ársins á Ítalíu
Björn Már Ólafsson
Björn Már Ólafsson
Leonardo Bonucci og félagar í Juventus urðu Ítalíumeistarar sjötta árið í röð.
Leonardo Bonucci og félagar í Juventus urðu Ítalíumeistarar sjötta árið í röð.
Mynd: Getty Images
Lucas Biglia er í liði ársins.
Lucas Biglia er í liði ársins.
Mynd: Getty Images
Hinn eftirsótti Andrea Belotti.
Hinn eftirsótti Andrea Belotti.
Mynd: Getty Images
Björn Már Ólafsson er helsti sérfræðingur Íslands um ítalska boltann


Keppni í ítölsku A-deildinni er lokið þetta árið og því venju samkvæmt kominn tími til að velja lið ársins. Juventus stakk af með titilinn sjötta árið í röð og þar á eftir fylgdu Roma og Napoli eins og svo oft áður undanfarin ár. Uppstillingin verður 4-4-2 í þetta skiptið.

Í markinu er hinn ungi Gianluigi Donnarumma hjá AC Milan sem átti frábært tímabil og staðfesti að hann er á hraðleið í hóp færustu markmanna heims.

Hægri bakvörður:
Andrea Conti átti frábært tímabil með spútnik-liði Atalanta. Ungur, efnilegur og kórónaði tímabilið með stórkostlegu hjólhestaspyrnumarki. Ekki amalegt fyrir bakvörð.

Miðvörður:
Leonardo Bonucci, Juventus
Bonucci hélt uppteknum hætti með meisturum Juventus. Mikilvægur í vörn og jafnvel í sókn sem sá varnarmaður sem spilar boltanum út úr vörninni.

Miðvörður:
Federico Fazio, Roma
Margir hnykluðu brúnirnar þegar Fazio gekk til liðs við Roma frá Sevilla fyrir tímabilið. Honum gekk illa hjá Tottenham en átti frábært tímabil fyrir Roma og átti stóran þátt í því að liðið fékk ekki fleiri mörk á sig en raun ber vitni.

Vinstri bakvörður:
Alex Sandro, Juventus
Maðurinn sem heitir tveimur nöfnum sem hljóma eins og eitt. Alex Sandro er ekki alveg kominn á heimsklassa level en er á hraðri leið þangað. Frábær í deildinni og þegar hann tekur síðasta skrefið verður hann stórkostlegur líka í Meistaradeildinni.

Hægri kantmaður:
Alejandro Gomez, Atalanta
Gomez var „pabbinn” í ungum leikmannahópi Atalanta og átti sitt besta tímabil síðan hann lék með Catania fyrir mörgum árum síðan. Er orðaður við stærri lið.

Miðjumaður:
Lucas Biglia, Lazio
Það er verst fyrir Lazio hvað er mikill munur á miðjuspili liðsins þegar Biglia spilar og þegar hann spilar ekki. Lykilmaður í liðinu. Brýtur niður sóknir andstæðinganna með klókindunum einum.

Miðjumaður:
Radja Nainggolan, Roma
Nainggolan hefur átt fast sæti í liði ársins undanfarin ár og þetta ár er engin undantekning. Undir Spalletti lék hann sem fremsti miðjumaðurinn og kláraði nokkra leiki upp á eigin spýtur auk þess sem hann skilar alltaf varnarhlutverkinu 100%.

Hægri kantmaður:
Dries Mertens, Napoli
Hvaðan kom hann eiginlega? Napoli seldi Higuain fyrir tímabilið og strax í upphafi tímabils meiddist Milik sem átti að fylla skónna hans. Lausnin hans Sarris var að nota Dries Mertens sem átti besta tímabil ævi sinnar og gat ekki hætt að skora fyrr en hann var kominn með 28 mörk, takk fyrir.

Framherji:
Edin Dzeko, Roma
Stuðningsmenn Roma spyrja sig eflaust hvar þessi útgáfa af Dzeko var í fyrra. Þá gat hann ekki klárað færi til að bjarga lífi sínu en í ár var hann óstöðvandi og endaði sem „Capocannonnieri.” Markahæsti leikmaður deildarinnar.

Framherji:
Andrea Belotti, Torino
Andrea „Il Gallo” Belotti er eftirsóttur af öllum stórliðum álfunnar og það er auðvelt að sjá af hverju. Hann virðist hafa allt sem þarf. Hraði, styrkur og klárar færi á alla mögulega vegu. Svo virðist hann líka vera óþolandi andstæðingur að mæta, sem er alltaf kostur fyrir framherja.

Varamenn:
Gianluigi Buffon, Juventus
Wojciech Szczesny, Roma
Mattia Caldara, Atalanta (Juventus)
Leonardo Spinazzola, Atalanta
Francesco Acerbi, Sassuolo
Leonardo Spinazzola, Atalanta
Franck Kessie, Atalanta
Lucas Castro, Chievo Verona
Sergej Milinkovic-Savic, Lazio
Mauro Icardi, Inter
Mario Mandzukic, Juventus
Paulo Dybala, Juventus

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner