Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   þri 09. desember 2014 11:11
Magnús Már Einarsson
Gary Neville: Ég hló að þessu
Neville í leik með Manchester United á sínum tíma.
Neville í leik með Manchester United á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Gary Neville segist hafa hlegið að sínum gömlu félögum í Manchester United á köflum í leiknum gegn Southampton í gær.

Manchester United vann 2-1 á útivelli en Neville var ekki hrifinn af sendingunum hjá lærisveinum Louis van Gaal.

,,Ég held að hann hafi líklega ekki séð jafn slæma frammistöðu þegar kemur að sendingum á ferli sínum," sagði Neville.

,,Louis van Gaal mun horfa á myndband af þessu og hugsa hvað liðið var með lélegar sendingar á köflum. Þetta var þannig að þú fórst að hlæja að því hvað þetta var lélegt. Ég var svo pirraður að ég byrjaði að hlæja."

,,Ég trúði því ekki hversu oft þeir töpuðu boltanum í fyrri hálfleik og hversu oft þeir sendu boltann til baka."

,,Þú ert að horfa á miðju sem kostar 100 milljónir punda og sóknarlínu upp á 50 eða 60 milljónir punda. Þetta eru rosalegir leikmenn."

,,Gleymið varnarlínunni. Antonio Valencia og Ashley Young eru að fylla upp í sem vængbakverðir og í vörninni eru ungir strákar að spila út úr stöðu. Ég get séð af hverju þetta gekk ekki aftast."

,,Þar fyrir framan voru sendingarnar svo slakar. Louis van Gaal verður í áfalli yfir því hvað þetta var lélegt. Ég var allavega í áfalli."

Athugasemdir
banner
banner
banner