Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 17. maí 2016 17:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir 4. deild karla
Berserkir féllu úr 3. deild í fyrra.  Þeim er spáð 1. sæti í A-riðli.
Berserkir féllu úr 3. deild í fyrra. Þeim er spáð 1. sæti í A-riðli.
Mynd: Fótbolti.net - Jóhann Ingi Hafþórsson
Árborg endar í 3. sæti í A-riðli samkvæmt spánni.
Árborg endar í 3. sæti í A-riðli samkvæmt spánni.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Örvar Hugason (til hægri) er einn af lykilmönnum hjá Stokkseyri.
Örvar Hugason (til hægri) er einn af lykilmönnum hjá Stokkseyri.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Hörður Magnússon, leikmaður Ýmis.
Hörður Magnússon, leikmaður Ýmis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afríka hefur ekki unnið marga leiki undanfarin ár.
Afríka hefur ekki unnið marga leiki undanfarin ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍH er spáð 1. sætinu í B-riðli.
ÍH er spáð 1. sætinu í B-riðli.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
KFG er spáð 2. sæti í B-riðli.
KFG er spáð 2. sæti í B-riðli.
Mynd: Þorsteinn Ólafs
Skallagrími er spáð 3. sætinu í B-riðli.
Skallagrími er spáð 3. sætinu í B-riðli.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Aron Fuego Daníelsson, Leiknisljón og lykilmaður í KB.
Aron Fuego Daníelsson, Leiknisljón og lykilmaður í KB.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Scott Ramsay er spilandi þjálfari hjá GG.
Scott Ramsay er spilandi þjálfari hjá GG.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvíta Riddaranum er spáð efsta sæti í C-riðli.
Hvíta Riddaranum er spáð efsta sæti í C-riðli.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Hreinn Bergs er lykilmaður hjá Augnabliki.
Hreinn Bergs er lykilmaður hjá Augnabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Már Ólafsson er lykilmaður hjá Létti.
Haukur Már Ólafsson er lykilmaður hjá Létti.
Mynd: Úr einkasafni
Ísbirninum er spáð 6. sæti í C-riðli.
Ísbirninum er spáð 6. sæti í C-riðli.
Mynd: Ísbjörninn
Hamri er spáð efsta sæti í D-riðli.
Hamri er spáð efsta sæti í D-riðli.
Mynd: Getty Images
Álftanes féll úr 3. deild í fyrra.  Liðinu er spáð 3. sæti í D-riðli í ár.
Álftanes féll úr 3. deild í fyrra. Liðinu er spáð 3. sæti í D-riðli í ár.
Mynd: Úr einkasafni
Kríu er spáð 4. sæti í D-riðli.
Kríu er spáð 4. sæti í D-riðli.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Keppni í neðstu deild Íslandsmóts karla, 4. deildinni, hefst í kvöld. Deildinni er skipt upp í fjóra riðla þar sem tvö efstu lið hvers riðils komast í úrslitakeppnina þar sem tvö sæti í 3. deild eru í boði.

Hér að neðan má sjá létta spá Fótbolta.net fyrir sumarið í 4. deildinni.

Eins og venjulega getur verið nokkuð erfitt að spá fyrir gengi liðanna í 4.deild. Mörg ný lið líta dagsins ljós og miklar breytingar eiga sér stað á liðinum.

A-riðill
A- riðillinn er afar áhugaverður riðill. Berserkir eiga að vera með lang sterkasta liðið í riðlinum, Afríka það lang slakasta en öll hin liðin á svipuðu kaliberi. Erfitt er að spá fyrir um hvert þessara liða fylgi Berserkjum í úrslitakeppnina. Við spáum því að ferðin vestur eigi eftir að reynast liðunum erfið og Harðar menn nái öðru sætinu.

1. Berserkir
Berserkir féllu úr 3.deildinni í fyrra en það virðast vera kynslóðaskipti í Berserkja liðinu og ungir og ferskir strákar að koma inn í liðið. Gamla kempan Einar Guðnason spilar nánast bara þá leiki sem skipta máli en hann skorar alltaf þegar hann spilar og ættu Berserkir að sigla yfir þennan riðil ef allt er eðlilegt. Þá fengu þeir einnig miðjumanninn Sverri Þór Garðarson sem styrkir liðið gríðarlega. Berserkir hafa einnig tvo fína markverði og ættu að vera eitt af þeim liðum sem eru líklegust til að fara upp úr deildinni. Þeir stóðu sig vel í Lengjubikarnum en þeir spiluðu í B deild og töpuðu naumlega fyrir sterku liði ÍR 1-0 og unnu svo lið í deildum fyrir ofan eins og KFR og KFS ásamt jafntefli gegn Sindra.
Lykilmenn: Einar Guðnason, Marteinn Briem, Vilhjálmur Ingi Ingólfsson.

2. Hörður Ísafirði
Harðarmenn voru virkilega flottir í fyrra og voru hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina en þetta er þriðja árið í röð sem þeir taka þátt. Þeir eru orðnir betur sjóaaðir og mæta sterkari til leiks en fall Vestra úr 1.deild gæti haft einhver áhrif á liðið og sterkustu leikmenn liðsins gætu farið í Vestra. Heimavöllurinn er mikill styrkleiki enda erfitt fyrir lið að fara vestur og ætla taka stig. Ætli þeir sér í úrslitakeppnina verða þeir að taka punktana heima og kroppa í stigin úti.
Lykilmenn: Axel Sveinsson, Hinrik Elís Jónsson og Sigþór Snorrason.

3. Árborg
Árborgarar hafa alltaf verið lið sem erfitt er að mæta, þeir tapa sjaldan stórt og gefa alltaf leik. Þeir komust í úrslitakeppnina í fyrra en virðast vera þunnskipaðri í ár en í fyrra. Árborgarar ætla sér alltaf í úrslitakeppni og eru til alls líklegir. Þeir fengu þó 10 mörk á sér í 5 leikjum í Lengjubikarnum og það getur verið ansi dýrt að þurfa alltaf að skora þrjú mörk til að vinna leiki. Þá var hópurinn þunnskipaður í Lengjubikarnum og því spurning hversu mikla breidd þeir hafa. Þá hafa þeir misst tvo af algjörum lykilmönnum sínum frá því í fyrra í Eiríki Raphael Elvy og Tómasi Hassing og gæti það reynst dýrt.
Lykilmenn: Ingimar Helgi Finnsson og Magnús Helgi Sigurðsson og Tómas Kjartansson.

4. Stokkseyri
Stokkseyringar hafa ekki verið að gera neina svakalega hluti undanfarin ár en alltaf bætt sig milli tímabila og hafa verið að spilað vel í vor og eru til alls líklegir í ár. Þeir virðast vera í betra standi núna en undanfarin ár og gætu vel komið á óvart í sumar. Örvar Hugason og Þórhallur Aron Másson hafa verið að skora mikið í Lengjubikarnum og verða vera heitir ætli þeir sér að standa sig í sumar, varnarleikurinn hefur hinsvegar verið vandamál enda fengu þeir þrjú mörk að meðaltali í leik á sig í Lengjubikarnum. Þeir hafa fengið inn reynslumikla stráka í bland við unga stráka sem hafa fengið mikið af tækifærum á seinustu árum. Reynslunni ríkari er þeim spáð 4.sæti í ár.
Lykilmenn: Andri Marteinsson, Begur Dan Gunnarsson og Örvar Hugason.

5. Ýmir
Ýmismenn eru mættir aftur til leiks eftir tveggja ára fjarveru og fengu þar að leiðandi ekki þátttökurétt í Lengjubikarnum. Ýmir var með lið sem barðist nær alltaf um sæti í úrslitakeppninni og er liðið þeirra að miklu leyti byggt upp úr árgöngum 1992-94 sem voru nokkuð sterkir árgangar í yngri flokkum. Þá hafa þeir fengið reynsluríka strákar eins og Finnboga Llorenz, Ragnar Mar Sigrúnarson, Hörð Magnússon og Stefán Jóhann Eggertsson með sér og ef allt gengur upp geta þeir gert tilkall til sæti í úrslitakeppni. Spurning er hvernig formi þeir eru í eftir að hafa fengið enga alvöru leiki í vor. Við rennum smá blint í sjóinn með spánna en teljum þá geta verið öfluga.
Lykilmenn: Davíð Örn Jensson, Hörður Magnússon, Sölvi Víðisson.

6. Mídas
Mídasarmenn eru með lið sem hefur tekið framförum ár eftir ár og gæti gert miklu betur en þessi spá segir til. Twittvélin Runólfur Trausti hefur tekið að sér þjálfun liðsins og virðast þeir hafa styrkt sig frá því í fyrra. Sóknarlega hafa þeir fengið hinn snögga Baldvin Frey Ásmundsson frá Skallagrím og endurheimt sóknarmanninn Garðar Geir Hauksson frá Augnablik en hinsvegar misst sinn aðal markaskorara Sigurð Ólaf Kjartansson sem raðaði inn mörkunum í fyrra. Það er stórt skarð að fylla. Mídasarmenn gætu ef allt gengur að óskum barist við efstu liðin í riðlinum en gætu alveg eins endað þar sem þeim er spáð.
Lykilmenn: Garðar Geir Hauksson, Matthías Már Matthíasson og Jón Kristófer Jónsson.

7. Afríka
Afríka er að sjálfsögðu með lið enn eitt árið og aftur ætlum við að spá þeim botnsætinu enda er það sætið sem þeir hafa endað í næstum öll tímabil félagsins. Liðið virðist ekki vera mikið breytt frá því í fyrra og töpuðu þeir öllum leikjum sannfærandi í Lengjubikarnum. Því er Afríka ekki líklegt til afreka í ár frekar en undanfarin ár í 4.deildinni.
Lykilmenn: Jailson Neves Monteiro, Marcin Kostek, Ali Raheem Jaber.

B-riðill:

B riðillinn er mjög sterkur í ár og búumst við að í þessum riðli gætu komið slatti af óvæntum úrslitum.Flest þessara liða sem gera sér vonir um sæti í úrslitakeppninni en búast má við að Snæfellingar gætu endað sem fallbyssufóður fyrir hin liðin.

1. ÍH
ÍH liðið var sterkt á seinasta tímabili og virðast vera ennþá sterkari í ár og hafa bætt við sig mannskap. Eiríkur Viljar Kúld skoraði 26 mörk í 12 leikjum í fyrra en hann hefur lítið sem ekkert verið með í vetur. Mikilvægt er fyrir ÍH að hann spili í sumar. Liðið er orðið talsvert reynslumikið og er búist við að það verði miklir yfirburðir hjá þeim og KFG í þessum riðli. Þá eru talsvert af ungum Hafnfirðingum sem koma úr Haukum og FH og ætti að sigla í úrslitakeppnina. Hinsvegar mega þeir ekki vanmeta andstæðinga sína enda getur verið stutt í næstu lið ef óvænt stig tapast.
Lykilmenn: Eiríkur Viljar Kúld, Helgi Valur Pálsson,Hilmar Rafn Emilsson.

2. KFG
Erfitt var að gera upp á milli hvoru liðinu ætti að spá ofar ÍH eða KFG en Garðbæingarnir hafa verið með eitt allra besta liðið í deildinni undanfarin ár en alltaf klikkað í úrslitakeppninni. Núna virðist liðið vera ennþá sterkara en í fyrra og töpuðu í vítaspyrnukeppni í Lengjubikarnum í svakalegum úrslitaleik gegn Hamri en sá leikur fór í vítaspyrnukeppni þrátt fyrir að KFG hafi verið manni færri í 80 mínútur. Góður hópur af ungum Garðbæingum hafa komið yfir í KFG eftir að Skínandi ákvað að taka ekki þátt og þá fengu þeir gríðarlegan liðstyrk í Aroni Grétari Jafetssyni og endurheimtu einnig Björn Öder Ólafson frá Vatnaliljum. Þá fengu þeir Grétar Atla Grétarsson frá Þrótti en misstu hinsvegar Baldur Jónsson rétt fyrir tímabilið. Fyrrum landsliðsmaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson fór einnig í KFG á dögunum. Ef allt er eðlilegt fer liðið auðveldlega í úrslitakeppnina.
Lykilmenn: Andri Sigurjónsson, Aron Grétar Jafetsson, Grétar Atli Grétarsson.

3. Skallagrímur
Skallarnir hafa verið á uppleið seinustu ár og hafa fengið inn haug af nýjum leikmönnum fyrir þetta tímabil flestir ungir strákar úr Fram og Fjölni. Fyrir eru til staðar öflugir heimamenn. Í fyrra voru þeir óheppnir með riðil og eru aftur afar óheppnir að lenda með tveimur af líklegustu liðunum til að fara uppúr deildinni. Þeir eru samt sem áður með flott lið og gætu hæglega komið á óvart og komist í úrslitin á kostnað KFG eða ÍH. Þeir hafa misst fáa leikmenn og bætt við sig ungum og sprækum strákum og ef allt fer á besta veg fara þeir í úrslitin. Rétt fyrir tímabilið fengu þeir spænskan markvörð, Sigurð Kristján Friðriksson sem spilaði talsvert með Fram í 1. deildinni í fyrra og síðast en alls ekki síst varnarmanninn Agnar Braga Magnúson frá Fylki. Það er mikilvægt fyrir þá að lykilmenn haldi áfram upp liðinu og að ungu strákarnir nái að springa út.
Lykilmenn: Agnar Bragi Magnússon„ Sölvi G. Gylfason, Viktor Ingi Jakobsson,

4. Örninn
Arnarmenn eru aftur óheppnir að lenda í sterkum riðli en þeir hafa verið með fínt miðlungslið í deildinni seinustu tvö ár en voru samt sem áður í baráttunni í fyrra um sæti í úrslitakeppni. Þeir þurfa samt sem áður að bæta við sig nokkrum sterkum leikmönnum ætli þeir sér að gera betur í ár en hópurinn virðist ekki vera sá breiðasti. Þeir hafa marga fína leikmenn innan sinna raða og eru með fínan markvörð. Þeirra aðalsmerki er gott skipulag, liðið tapaði til að mynda einungis 1-0 gegn sterku Grindavíkur liði í bikarnum og skoruðu mark sem var dæmt af. Örninn er lið sem hin liðin vilja lenda undir á móti.
Lykilmenn: Baba Bangoura, Hrólfur Vilhjálmsson og Hrannar Bogi Jónsson.

5. KB
KB endaði í 5. sæti í sínum riðli í fyrra og liðinu er spáð sama sæti í ár. 33 leikmenn komu við sögu í tólf leikjum liðsins í fyrra og miklar breytingar voru á byrjunarliði og leikmannahópi á milli leikja. Lykilmennirnir eru áfram þeir sömu en fyrirliðinn Andri Stefánsson stýrir vörninni á meðan Kjartan Andri Baldvinsson og Aron Fuego Daníelsson eru í aðalhlutverki framar á vellinum. KB vann tvo af fjórum leikjum sínum í Lengjubikarnum en betur má ef duga skal hjá liðinu í sumar.
Lykilmenn: Andri Stefánsson, Aron Fuego Daníelsson og Kjartan Andri Baldvinsson.

6. GG
GG úr Grindavík er með í fyrsta sinn í mörg ár og er algjörlega óskrifað blað. Nokkrir leikmenn liðsins hafa kíkt upp í hillu og fundið takkaskóna á nýjan leik en einnig hafa Grindvíkingar sem hafa spilað með Þrótti Vogum undanfarin ár skipt yfir í GG. Grindvíkingar vilja afsanna þessa spá og geta hæglega endað ofar í töflunni og hver veit nema þeir komi á óvart og geri tilkall til sætis í úrslitakeppninni Scott Ramsay og Ray Anthony Jónsson eru spilandi þjálfarar hjá GG og þeir eiga eftir að vera í stóru hlutverki hjá liðinu í sumar.
Lykilmenn: Einar Helgi Helgason, Ray Anthony Jónsson og Scott Ramsay.

7. Snæfell
Snæfellingar koma aftur til leiks en þeir virðast alltaf hafa bætt sig smá ár frá ári og er afar mikilvægt að fá landsbyggðarlið í deildina. Þeir misstu lykilmenn í markverðinum Rúnari Sigurðssyni og bróður hans Bjarka sem fóru báðir í Berserki og munar um minna. Árangur þeirra í Lengjubikarnum og Borgunarbikarnum var hinsvegar ekki til að búast við bjartsýni á árangur í afar sterkum riðli og því búumst við að Snæfellingar endi neðstir þó þeir ættu að geta kroppað í einhver stig.
Lykilmenn: Arnar Freyr Gestsson, Ármann Kári Unnarsson, Dalibor Lazic.

C-riðill
Í fljótu bragði virðist C-riðilinn vera sá slakasti í ár. Baráttan um sætið í úrslitakeppninni virðast vera á milli Hvíta, Augnabliks og Léttis. Kormákur/Hvöt Stálúlfur og Ísbjörninn verða væntanlega á svipuðu Kaliberi en Fótbolti.net spáir nýliðum Geisla botnasætinu.

1. Hvíti Riddarinn
Í fljótu bragði virðist C riðillinn vera sá slakasti en þó má ekki vanmeta riðilinn. Hvíti Riddarinn hefur verið með eitt af betri liðum 4.deildar í mörg ár og sýndi styrk sinn með naumu tapi gegn 1.deildarliði HK í bikarnum þegar allt stefndi í framlengingu. Fram á við hafa þeir endurheimt Hauk Eyþórsson sem skrapp á Krókinn seinni hluta seinasta tímabils ásamt því að fá lang markahæsta mann Mídasar í fyrra Sigurð Ólaf Kjartansson. Gunnar Már Magnússon, fyrirliði Dalvíkur/Reynis, kom í vetur, Paul McShane kom síðan til liðsins undir lok félagaskiptagluggans sem og Davíð Einarsson frá Fylki og Sævar Freyr Alexandersson frá Aftureldingu. Liðsmenn Hvíta er staðráðnir í því að vinna þennan riðil og gera það gangi allt eftir.
Lykilmenn: Davíð Einarsson, Gunnar Már Magnússon, Paul McShane.

2. Augnablik
Augnabliksmenn voru í basli í vetur, æfði lítið og töpuðu öllum leikjum í Lengjubikarnum þar sem þeir áttu oft erfitt með að ná í lið. Hinsvegar þegar vora tekur fara gömlu hetjurnar að kítla í tærnar og taka fram skóna á nýju og eru með marga sterka leikmenn. Það ætti að hjálpa liðinu að vera í slökum riðli en leikmenn liðsins vilja væntanlega gera betur en í fyrra þar sem þeir rétt misstu af sæti í 3.deild. Liðið er búið að styrkja sig að undanförnu og fengu Atla Valsson frá HK og miðvörðinn Reyni Magnússon sem spilaði í færeysku úrvalsdeildinni í fyrra. Þeir hafa einnig fengið sóknarmanninn Davíð Teitsson frá Elliða og Daníel Kára Snorrason frá KV. Þá eru þeir einnig búnir að vinna báða leiki sína í bikarnum og líta þokkalega út. Fyrsta eða annað sætið veðrur að teljast líklegasta niðurstaðan hjá Augnabliki í sumar.
Lykilmenn: Atli Valsson, Hreinn Bergs, Reynir Magnússon.

3. Léttir
Léttismenn eru líklegasta liðið til að vera keppa við Augnablik og Hvíta um sæti í úrslitakeppninni. Haukur Már Ólafsson fór á kostum í Lengjubikarnum og skoraði átta mörk í fjórum leikjum og á hann að sjá um markaskorun hjá Léttismönnum. Liðið virðist vera svipað að styrkleika og í fyrra en þeir rétt misstu af sæti í úrslitakeppninni þá. Í vetur fór liðið í úrslitaleik í D-deild Fótbolta.net mótsins og leikmenn virðast koma vel undirbúnir í sumar. Þeir eru því kandidátar að sækja að Augnablik og Hvíta um sætið mikilvæga.
Lykilmenn: Hafliði Hafliðason, Haukur Már Ólafsson og Rizon Gurung.

4. Kormákur/Hvöt
Kormáks menn hafa verið að styrkjast ár frá ári og eru til alls líklegir. Þeir státa af tveimur mjög fínum grasvöllum á Hvammstanga og Blönduósi og verða að búa til gryfju á heimavelli. Þeir hafa endurheimt Óskar Snæ Vignisson sem er gríðarlega gott fyrir reynslu liðsins. Kormáksmenn hafa hinsvegar verið oft með misjafnt lið og tíðar mannabreytingar aðallega á leikjum í bænum og verða ná betri stöðugleika á liðinu sínu. Lið Kormáks er lið sem gæti hæglega komið á óvart en einnig lent í vandræðum séu þeir ekki með sína sterkustu leikmenn.
Lykilmenn: Arnar Ingi Ingvarsson, Óskar Snær Vignisson, Sigurður Bjarni Aadnegaard.

5. Stál-úlfur
Stál-úlfur hafa á undanförnum árum verið með fínt meðallið í deildinni og hafa komið með skemmtilegan blæ inn í hana. Þeir eru oftast nær mjög skipulagðir og hafa ekki verið að tapa leikjum neitt svakalega stórt. Þeir eru skeinuhættir í sóknum sínum og eru líklegir til að ná fínum árangri. Þeir virðast hins vegar ekki hafa styrkt sig mikið en fjöldi eldri leikmanna fékk félagaskipti yfir í Stál-úlf á dögunum en líklegast til að spila í eldri flokki 40 ára og eldri. Við höldum áfram að spá Stál-úlfi um miðjan riðil.
Lykilmenn: Domantas Drungilas, Rui Pedro Periera, Rúben Narisco.

6. Ísbjörninn
Ísbjörninn eru búnir að vera með eitt slakasta lið 4.deildar frá þeir hófu keppni, þó hafa þeir sýnt framfarir ár frá ári og virðast vera búnir að styrkja sig talsvert fyrir þetta tímabil. Þeir hafa meðal annars fengið Kwami Santos frá Erninum og Eystein Sindra Elvarsson frá Mána sem styrkir liðið gríðarlega en samtals hafa 26 leikmenn fengið félagaskipti í liðið frá áramótum. Þeir ættu því að vera með talsvert öflugra lið en á seinustu árum og gætu komið á óvart.
Lykilmenn: Bjarni Jóhannsson, Eysteinn Sindri Elvarsson og Kwami Santos

7. Geisli Aðaldal
Geisli frá Aðaldal er að taka þátt í fyrsta sinn frá því að starfsmenn Fótbolta.net muna eftir sér og koma sem algjörlega óskrifað blað. Við fögnum að sjálfsögðu komu landsbyggðarliða í deildina en fyrsta tímabil getur oft verið afar erfitt. Þeir eru heppnir að lenda í slökum riðli en búast má við að stærri liðin gætu farið ansi illa með þá. Hinsvegar getur verið afar mikilvægt að nýta sér heimavöllinn vel enda mörg lið að fara með fámenna hópa norður. Fáir leikmenn liðsins hafa litla sem enga meistaraflokks reynslu í deildum hér en gaman verður að fylgjast með hvernig nýliðunum mun ganga. Ef allt gengur að óskum gætu þeir náð í góð stig hér og þar en ef allt fer á versta veg gætu þeir orðið fallbyssufóður fyrir hin liðin.
Lykilmenn: Rafnar Smárason, Sigmundur Birgir Skúlason, Snæþór Haukur Sveinbjörnsson.

D - riðill
Þvílíkur riðill sem þessi gæti orðið. Hamarsmenn hafa styrkt lið sitt gríðarlega fyrir þetta tímabil og stefnan einungis sett upp. KH menn hafa einnig styrkt sig gríðarlega en þeir hafa verið með eitt sterkasta lið deildarinnar undanfarin ár. Álftnesingar féllu úr 3.deild í fyrra virðast lítið hafa styrkt sig og spáum við því að það kosti liðið sæti í úrslitakeppninni. Kríumenn og Vatnaliljur virðast koma gríðarlega sterk til leiks og þó Kóngarnir hafi tekið framförum í ár þá munu þeir væntanlega enda langneðstir og hugsanlega stigalausir eins og í fyrra.

1. Hamar
Eftir fall úr 3. deild þá var Hamar nálægt því að komast í úrslitakeppnina í fyrra. Hamarsmenn hafa verslað í vetur og bætt við sig mörgum gríðarlega sterkum leikmönnum svo sem Hrannar Einarsson frá Fram, Benedikt Óla Breiðdal frá ÍR, Liam Killa frá Ægi og Tómas Ingva Hassing frá Árborg svo að fáeinir séu nefndir. Hamar sigraði C-deild Lengjubikarsins í vor og það virðist bara koma eitt til greina hjá liðinu í sumar og það er að fara beint upp. Við spáum því að Hamarsmenn taki toppsætið enda fátt annað sem kemur til greina hjá liðinu í ár.
Lykilmenn: Hrannar Einarsson, Liam Killa og Tómas Ingvi Hassing.

2. KH
KH menn hafa verið með gríðarlega öflugt lið í 4. deildinni undanfarin ár og engin breyting er á því í ár. Þeim gekk vel í Lengjubikarnum og virka með gríðarlega sterkt lið og ætla sér ekkert annað en sæti í úrslitakeppninni. Riðillinn virkar hinsvegar vera gríðarlega sterkur í ár og því má lítið útaf bregða. Margir sterkir leikmenn hafa komið til KH að undanförnu en þar má meðal annars nefna Edvard Börk Óttharsson sem spilaði með Leikni R. í Pepsi-deildinni i fyrra. KH er með samheldin hóp sem hefur gert fína hluti undanfarin ár og við spáum liðinu áfram í úrslitakeppni líkt og í fyrra.
Lykilmenn: Alexander Lúðvíksson, Atli Sigurðsson, Edvard Börkur Óttharsson.

3. Álftanes
Álftnesingar féllu úr 3.deildinni í fyrra og stefna að sjálfsögðu upp aftur. Þeir hafa hinsvegar ekki styrkt liðið gríðarlega mikið í ár og sumir eldri leikmanna annað hvort hættir eða í slæmu formi. Þeir fengu þó Sigurð Bjarna Jónsson, einn aðal markaskorara Sindramanna, en Álftanes liðið er með einu af öflugustu sóknarmönnum deildarinnar. Hins vegar hafa þeir verið í vandræðum með öftustu víglínu. Við teljum að það gæti reynst þeirra banabiti en allt verður að smella hjá Álftnesingum ætli þeir sér í úrslitakeppnina í ár.
Lykilmenn: Darri Steinn Konráðsson, Jón Brynjar Jónsson, Sigurður Bjarni Jónsson.

4. Kría
Kríumenn hafa verið með miðlungslið í deildinni undanfarin ár en hafa styrkt sig gríðarlega á undanförnum dögum. Innkoma Björns Orra Hermannssonar, Jónmundar Grétarssonar og markvarðarins Jóns Ívars Rivine getur skipt sköpum. Þeir eru hinsvegar óheppnir með riðil og verða eiga topp tímabil til að eiga í hin liðin sem spáð er fyrir ofan. Þá eiga þeir líka til að lenda í vandræðum gegn slakari liðunum og missa stig þar sem þeir ættu að vinna. Þeir geta hinsvegar alveg lent ofar en spáin segir til um en á Seltjarnarnesi láta menn sér dreyma um úrslitakeppni.
Lykilmenn: Björn Orri Hermannsson, Jónmundur Grétarsson, Ólafur Páll Johnson.

5. Vatnaliljur
Vatnaliljurnar voru fínir á seinasta ári og virðast koma gríðarlega sterkir til leiks í ár. Þeir hafa heldur betur styrkt liðið sitt frá því í fyrra og geta ef allt gengur upp afsannað þessa spá og gert tilkall til sætis í úrslitakeppni. Hinsvegar verður spurningamerki hversu góðu formi leikmenn eru. Félagaskipti á seinustu dögum telja stór nöfn eins og Aaron Palomares, Andra Stein Birgisson og Val Fannar Gíslason. Þá voru þeir heppnir að fá einn besta markvörð deildarinnar Björn Metúsalem frá Elliða. Liljurnar ættu að geta komið vel á óvart í ár ef þeir ná að vera með sitt sterkasta lið allt tímabilið.
Lykilmenn: Andri Steinn Birgisson, Björn Metúsalem Aðalsteinsson, Garðar Sigurðsson.

6. Kóngarnir
Kóngarnir voru samkvæmt öllu næst lélegasta lið landsins á seinustu árum og einungis Afríka með slakara lið. Þeir virðast hinsvegar vera sterkari í ár og hafa náð í liðsstyrk. Þeir töpuðu til að mynda einungis 2-0 í bikarnum gegn 3.deildar liði KFR þrátt fyrir að vera manni færri meirihluta leiksins. Þeir eru afar óheppnir með riðil í ár og gætu orðið fallbyssufóður fyrir hin liðin en ef allt gengur upp gætu þeir kroppað í stig hér og þar.
Lykilmenn: Einar Sverrir Tryggvason, Henning Þór Hauksson, Sean Daniel Sparks.
Athugasemdir
banner
banner
banner