Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mið 19. október 2016 16:25
Magnús Már Einarsson
KR vonast til að ganga frá þjálfaramálum á næstu dögum
Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta gengur vel og við eigum vona á að þetta skýrist á næstu dögum. Við munum vonandi innan nokkurra daga geta kynnt þjálfarateymið fyrir næsta ár," sagði Baldur Stefánsson, varaformaður knattspyrnudeildar KR, í samtali við Fótbolta.net í dag aðspurður út í hvernig þjálfaraleit liðsins gengur.

Willum Þór Þórsson tók við KR af Bjarna Guðjónssyni í lok júní. Undir stjórn Willums vann KR sig upp í töfluna og landaði Evrópusæti í lokaumferðinni.

Willum er í framboði fyrir Framsóknarflokkinn í alþingiskosningunum þann 29. október. Til greina kemur að hann haldi áfram með KR.

„Hann er einn af þeim þjálfurum sem við erum að skoða en staða hans er ekki skýr eins og menn vita. Hann er hins vegar einn af þeim sem kemur til greina."

Fjölmargir erlendir þjálfarar hafa sótt um stöðuna eða yfir 40 talsins. Aðrir íslenskir þjálfarar koma einnig til greina.

„Það er enginn þjálfari öðrum fremur efstur á blaði. Við erum með ákveðna vinnu í gangi og það er lítið hægt að gefa út á þessum tímapunkti."

„Það eru margir góðir kostir sem standa til boða, bæði innlendir og erlendir. Það eru innlendir aðilar sem koma til greina en það er ekki það eina sem við erum að skoða."

Athugasemdir
banner
banner
banner