Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   sun 23. apríl 2017 13:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Höddi Magg: Ekki galið að prófa Bjarna í vörninni
Kyle Cameron gengur ekki í raðir FH
Hörður telur að skoða eigi að færa Bjarna frá miðjunni og niður í vörnina.
Hörður telur að skoða eigi að færa Bjarna frá miðjunni og niður í vörnina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar FH hafa verið að leika í þriggja miðvarða kerfi allt undirbúningstímabilið með fínum árangri. Hafnfirðingar hafa verið í leit að miðverði til að bæta við hópinn en hann hefur ekki enn fundist.

Tvítugur varnarmaður Newcastle, Kyle Cameron, æfði með FH-ingum á dögunum en hann er farinn heim og verður ekki með liðinu í sumar.

„Vandræði FH hefur verið aftasta lína. Nú er Kassim (Doumbia) eitthvað aðeins meiddur og Jonathan Hendrickx hefur leikið sem miðvörður. Ég tel að hann muni ekki spila þar í sumar," sagði Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsi-markanna, í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolti.net í gær.

„Pétur Viðars verður alkominn í sumar og þeir gætu notað Davíð Þór Viðarsson þar (í miðverðinum) en ég veit að Bjarni Þór Viðarsson, sem hefur verið meiddur í vetur, er farinn að æfa. Ég held að það sé ekki galið að prófa Bjarna í miðverðinum. Hann er frábær skallamaður, les leikinn vel og er grimmur."

FH á fyrsta deildarleik eftir viku, 30. apríl, gegn ÍA á Skaganum. Annað kvöld mætir liðið Val í Meistarakeppni KSÍ á Valsvellinum.

Sjá einnig:
Höddi Magg um Pepsi-mörkin og deildina framundan
Athugasemdir
banner
banner