Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 06. september 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Veit ekki hvort að ég geti útskýrt þetta
Haukur Ásberg Hilmarsson (Haukar)
Haukur á sprettinum í leik í sumar.
Haukur á sprettinum í leik í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Ætli þetta hafi ekki verið besti leikur minn, hann var allavega með þeim betri í sumar," sagði Haukur Ásberg Hilmarsson, kantmaður Hauka, við Fótbolta.net, en hann er leikmaður 19. umferðar í Inkasso-deildinni.

Haukur Ásberg lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt í 5-3 sigri á Leikni R. í síðustu viku.

Haukar eru taplausir í tíu leikjum á heimavelli í sumar en heimavöllur liðsins hefur verið algjört vígi undanfarin ár. Hver er lykillinn að þessum góða árangri á heimavelli?

„Ég veit ekki hvort að ég geti útskýrt þetta eitthvað sérstaklega. Við mætum bara öllum liðum á fullu hérna heima og förum í leikina til að vinna þá. Svo er þetta náttúrulega blautt gervigras sem við æfum á daglega svo það sakar ekki," sagði Haukur en hann kann vel við sig í Haukum.

„Mjög vel. Þetta er ótrúlega þéttur hópur sem er búinn að vera lengi saman og það er gott fólk í kringum meistaraflokkinn sem hugsar vel um þetta. Svo er Stebbi (Stefán Gíslason) frábær þjálfari, ég held þetta sé fyrsta sumarið hans með meistaraflokk og ég get ekki hrósað honum nóg, hann er búinn að hjálpa mér helling."

Haukur er uppalinn Valsari en hann er annað árið í röð á láni hjá Haukum. Hvað tekur vði hjá honum eftir tímabilið?

„Ég verð samningslaus núna í haust og ég geri ekki ráð fyrir að semja aftur við Val. Ég var náttúrulega í öllum yngri flokkunum þar og tók svo þrjú ár í meistaraflokki og lærði þar alveg helling af mönnum eins og Bjarna, Hauki og Kidda Frey en það verður þreytandi til lengdar að sitja bara á bekknum."

Haukar eru í 4. sæti Inkasso-deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir. Sex stig eru upp í 2. sætið.

„Það eru svo fáir leikir eftir að við hljótum að vilja vinna þá og sjá svo bara hvert það kemur okkur. Það er orðið ansi ólíklegt að það verði Pepsi deild á Ásvöllum á næsta ári en á meðan það er möguleiki gefumst við ekki upp," sagði Haukur að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 18. umferð - Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Bestur í 17. umferð - Eyjólfur Tómasson (Leiknir R.)
Bestur í 16. umferð - Marc McAusland (Keflavík)
Bestur í 15. umferð - Arnar Freyr Ólafsson (HK)
Bestur í 14. umferð - Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Bestur í 13. umferð - Orri Sigurjónsson (Þór)
Bestur í 12. umferð - Pétur Steinn Þorsteinsson (Grótta)
Bestur í 11. umferð - Daníel Snorri Guðlaugsson (Haukar)
Bestur í 10. umferð - Bjarni Gunnarsson (HK
Bestur í 9. umferð - Björgvin Stefánsson (Haukar)
Bestur í 8. umferð - Kristinn Justiniano Snjólfsson (Leiknir F.)
Bestur í 7. umferð - Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík)
Bestur í 6. umferð - Ísak Óli Ólafsson (Keflavík)
Bestur í 5. umferð - Arnar Darri Pétursson (Þróttur)
Bestur í 4. umferð - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Bestur í 3. umferð - Víðir Þorvarðarson (Þróttur)
Bestur í 2. umferð - Andy Pew (Selfoss)
Bestur í 1. umferð - Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner