Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 29. ágúst 2017 18:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Það fer enginn að rífa sig við hákarl
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Albert fagnar marki í leiknum á föstudaginn.
Albert fagnar marki í leiknum á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Albert á sprettinum.
Albert á sprettinum.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkis, er leikmaður 18. umferðar í Inkasso-deildinni. Albert skoraði þrennu í 5-1 sigri á Fram á föstudagskvöld en þetta var annar leikurinn í röð sem hann skorar þrennu í.

„Ég man nú ekkert marga leiki aftur í tímann hvernig mér fannst ég standa mig á vellinum, núna eru leikirnir gegn Leikni F og Fram ferskir í mínu fallega og einfalda minni og auðvitað að ná þrennu í þeim leikjum stendur upp úr, svo ég vel þá bara báða," sagði Albert aðspurður hvort að leikurinn á föstudaginn hafi verið sá besti hjá sér á tímabilinu.

Framarar komust yfir snemma leiks á Laugardalsvelli á föstudag þegar Hlynur Atli Magnússon skoraði.

„Það fór ekki beint um mig, en það pirraði mig alveg heilan helling. En fann það samt strax að þetta hafði lítil áhrif á okkur og nóg eftir af ballinu, sá að dansskórnir voru vel pússaðir hjá öllum og vissi því að þetta yrði gott partý."

Albert var tekinn af velli á 58. mínútu eftir að hann hafði skorað þriðja markið. Hann segir að það hafi ekki farið í taugarnar á sér að fá ekki að spila meira.

„Nei alls ekki, ég tognaði eitthvað lítillega í lokin gegn Leikni F og náði ekkert að æfa fyrir þennan leik, og var alls ekkert viss um að spila, það var bara ákveðið á leikdegi og ég fékk strax tak í upphafi leiks. Minn fallegi sjúkraþjálfari Rúnar Pálmason, sem er með 2 kassa af nocco og risa toblerone inn á stofunni sinni, bað mig því að vera skynsamur í hlaupum og að ég færi út af eftir 10-15 min í seinni. Ég var hrikalega sáttur að ná þrennunni áður en það gerðist."

Albert hefur skorað þrennurnar eftir að hann byrjaði að spila sem fremsti maður en lengst af á þessu tímabili hefur hann leikið á kantinum.

„ Ég lít á mig sem framherja, en ef Hákarlinn (Helgi Sigurðsson, þjálfari) biður mig um spila á kantinum þá bara spila ég á kantinum og steinþegi. Það fer enginn að rífa sig við Hákarl."

Fylkir er í 2. sætinu í Inkasso-deildinni þegar fjórar umferðir eru eftr. Árbæingar eru stigi á eftir Keflavík en þremur stigum á undan Þrótti R.

„Þessir síðustu fjórir leikir verða algjör veisla, deildin er í ruglinu jöfn og mikið undir. Valur er búið að vinna Pepsi og hvet ég því fólk til þess að mæta bara þar sem spennan er. Inkasso deildin er málið í ár og einhver heppinn á vellinum gæti losnað við innheimtu skuld," sagði Albert en er hann bjartsýnn á að Fylkir klári dæmið og fari upp? „ Er ég bjartsýnn á að við förum upp? Er páfinn hvítur?" sagði Albert að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 17. umferð - Eyjólfur Tómasson (Leiknir R.)
Bestur í 16. umferð - Marc McAusland (Keflavík)
Bestur í 15. umferð - Arnar Freyr Ólafsson (HK)
Bestur í 14. umferð - Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Bestur í 13. umferð - Orri Sigurjónsson (Þór)
Bestur í 12. umferð - Pétur Steinn Þorsteinsson (Grótta)
Bestur í 11. umferð - Daníel Snorri Guðlaugsson (Haukar)
Bestur í 10. umferð - Bjarni Gunnarsson (HK
Bestur í 9. umferð - Björgvin Stefánsson (Haukar)
Bestur í 8. umferð - Kristinn Justiniano Snjólfsson (Leiknir F.)
Bestur í 7. umferð - Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík)
Bestur í 6. umferð - Ísak Óli Ólafsson (Keflavík)
Bestur í 5. umferð - Arnar Darri Pétursson (Þróttur)
Bestur í 4. umferð - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Bestur í 3. umferð - Víðir Þorvarðarson (Þróttur)
Bestur í 2. umferð - Andy Pew (Selfoss)
Bestur í 1. umferð - Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner