Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 14. ágúst 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Farinn að njóta þess að spila fótbolta á ný
Marc McAusland (Keflavík)
Marc McAusland.
Marc McAusland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður með leikinn gegn Þrótti. Við tókum ekki einungis þrjú stig heldur héldum við líka hreinu. Það er eitthvað sem hefur vantað í síðustu leikjum og sem varnarmaður er það aðalmarkmiðið," sagði Marc McAusland, varnarmaður Keflavíkur, við Fótbolta.net í dag.

Marc er leikmaður 16. umferðar í Inkasso-deildinni en hann var frábær í vörn Keflavíkur í 1-0 sigri á Þrótti R. í toppbaráttuslag í síðustu viku.

„Ég er ekki viss um að þetta hafi verið besti leikur minn á tímabilinu. Ég reyni bara að spila eins vel og ég get í hverjum einasta leik og ég held að ég hafi náð miklum stöðugleika í frammistöðu mína á tímabilinu. Ég er ánægður með það."

Keflvíkingar byrjuðu sumarið rólega en liðið hefur verið á flugi undanfarnar vikur og er núna með fjögurra stiga forskot á toppnum.

„Eftir rólega byrjun þá eru strákarnir að fá meira sjálfstraust. Við erum með frábæra blöndu af ungum og reynslumiklum mönnum. Liðsandinn er frábær og það hefur hjálpað okkur að ná góðu gengi í deildinni hingað til," sagði Marc en hann er bjartsýnn á að Keflavík landi sæti í Pepsi-deildinni í haust.

„Auðvitað er ég bjartsýnn á að við komumst upp. Við erum í bestu stöðu sem við höfum verið í allt tímabilið en það er ennþá langur vegur eftir og það getur margt breyst í síðustu sex leikjunum. Við þurfum að halda áfram að vinna og passa upp á að við endum á toppnum."

Hinn 29 ára gamli Marc kom til Keflavíkur fyrir síðasta tímabil eftir að hafa leikið í heimalandi sínu Skotlandi allan sinn feril.

„Ég ákvað að koma til Íslands og spila því ég þurfti smá breytingu. Ég var orðinn svolítið leiður á fótbolta. Ég þurfti nýtt ævintýri og eitthvað sem var öðruvísi. Þess vegna kom ég til Íslands," sagði Marc en hann framlengdi samning sinn við Keflavík á dögunum.

„Ég er mjög ánægður á Íslandi. Ég er farinn að njóta þess að spila fótbolta á ný og það átti stóran þátt í að ég ákvað að taka tvö ár til viðbótar með Keflavík," sagði Marc að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 15. umferð - Arnar Freyr Ólafsson (HK)
Bestur í 14. umferð - Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Bestur í 13. umferð - Orri Sigurjónsson (Þór)
Bestur í 12. umferð - Pétur Steinn Þorsteinsson (Grótta)
Bestur í 11. umferð - Daníel Snorri Guðlaugsson (Haukar)
Bestur í 10. umferð - Bjarni Gunnarsson (HK
Bestur í 9. umferð - Björgvin Stefánsson (Haukar)
Bestur í 8. umferð - Kristinn Justiniano Snjólfsson (Leiknir F.)
Bestur í 7. umferð - Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík)
Bestur í 6. umferð - Ísak Óli Ólafsson (Keflavík)
Bestur í 5. umferð - Arnar Darri Pétursson (Þróttur)
Bestur í 4. umferð - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Bestur í 3. umferð - Víðir Þorvarðarson (Þróttur)
Bestur í 2. umferð - Andy Pew (Selfoss)
Bestur í 1. umferð - Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner