Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 09. september 2017 14:48
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Klopp: Mane átti ekki skilið rautt spjald
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp segir að Sadio Mané hafi verið mjög óheppinn að fá að líta rauða spjaldið í leik Liverpool og Manchester City í dag.

Mané var rekinn af velli fyrir að sparka í andlitið á Ederson, markverði City þegar hann kom út á móti Mané eftir stungusendingu.

Klopp telur að Jonathan Moss, dómari leiksins, hafi gert mistök með að reka Senegalann af velli.

„Mér fannst þetta ekki vera rautt, hann sá hann ekki. Þetta var óheppni, þetta var bara slys. Markvörðurinn kemur út, Sadio ætlar að ná í boltann. Að fá rautt spjald í svona leik er algjör óheppni," sagði Klopp.

„Ég er viss um að fólk geti fundið nóg af ástæðum til að segja að þetta sé rautt. Ég sá ekki einu sinni hvort Mané snerti hann."
Athugasemdir
banner
banner