Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   sun 12. nóvember 2017 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Schmeichel líkir Parken við völl í D-deild Englands
Kasper og faðir hans, Peter.
Kasper og faðir hans, Peter.
Mynd: Getty Images
Kasper Schmeichel var allt annað en sáttur með ástandið á þjóðarleikvangi Danmerkur, Parken, í gærkvöldi.

Danmörk lék þá gegn Írum í fyrri umspilsleik liðanna um laus sæti á HM í Rússlandi. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli, en það eru úrslit sem eru ekki hagstæð Dönum. Þeir þurfa að fara á erfiðan útivöll í Írlandi í vikunni og ná í góð úrslit, helst sigur.

Schmeichel sem stóð í marki Danmerkur í gær var ekki ánægður með jafnteflið, en hann var enn ósáttari með völlinn, en standið á honum minnti hann á það þegar hann spilaði í D-deildinni í Englandi.

„Völlurinn var alveg skelfilegur," sagði Schmeichel eftir leikinn. „Það var ekkert gras á honum og hann minnti mig á það þegar ég spilaði með Bury í D-deildinni á Englandi."

„Við vildum spila hraðan fótbolta, þannig að grasið hjálpaði ekki, en þetta er engin afsökun fyrir okkur."

Schmeichel getur þó þakkað fyrir það að Parken er ekki í sama ástandi og Laugardalsvöllur var í síðustu viku.
Athugasemdir
banner
banner