Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
   mán 18. júní 2018 20:28
Magnús Már Einarsson
Bergur Ebbi: Heimir fer ekki heim fyrr en tanið verður eins og sófasett
Icelandair
Bergur Ebbi í góðum gír.
Bergur Ebbi í góðum gír.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ólýsanlegt og einstök stund," segir grínistinn Bergur Ebbi Benediktsson um þá upplifun að sjá Ísland gera 1-1 jafntefli gegn Argentínu í fyrsta leik á HM.

Bergur Ebbi mætti á sinn fyrsta leik á HM á laugardag og í dag skemmti hann íslenska landsliðinu ásamt félögum sínum í Mið-Ísland. Þeir flugu frá Moskvu til Gelendzhik í boði Vodafone til að skemma strákunum.

Bergur segist hrífast mikið með íslenska landsliðinu og fylgjast vel með gangi mála. „Maður lúsles alla miðla. Ég fæ aldrei nóg. Ég get lesið endalaust um þetta. Maður veit hvað sjúkraþjálfarinn heitir," sagði Bergur.

Leið eins og í Call of duty
Til að komast inn á hótel íslenska landsliðsins þurftu Mið-Ísland bræður að fara í gegnum rosalega öryggisleit.

„Áður en maður fer á svið þá á maður moment. Maður fær sér vatn, pissar og gerir sig kláran. Það moment átti sér stað þar sem voru gæar með vélbyssur að reykja sígarettur. Ég átti það moment á einhverju klósetti sem var eins og Call of duty dæmi."

„Síðan kom maður inn á hótelið sem er ótrúlega flott. Þá var maður kominn inn í innsta vígi hjá landsliðinu. Maður tók eitt uppistand og peppaði þá og spjallaði við þá sem og teymið í kringum þá. Það er gríðarlegur heiður."


Bergur er bjartsýnn á að íslenska liðið fari langt á HM. „Eitt af því sem ég var að djóka með er að Heimir (Hallgrímsson) vill ekki fara heim fyrr en hann verður búinn að ná svo djúpu tani að það er orðið eins og Chesterfield sófasett. Ætli það sé ekki eitthvað vel inn í útsláttarkeppnina," sagði Bergur og skellti upp úr.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner