Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 10. júlí 2018 10:22
Elvar Geir Magnússon
Lið 12. umferðar: Smalinn valinn í fjórða sinn
Baldur Sigurðsson í leiknum gegn Keflavík.
Baldur Sigurðsson í leiknum gegn Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Birkir Már Sævarsson er í liðinu.
Birkir Már Sævarsson er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Stjarnan er á toppi Pepsi-deildarinnar eftir 12. umferðina en liðið vann sannfærandi 2-0 útisigur gegn botnliði Keflavíkur um liðna helgi.

Rúnar Páll Sigmundsson er valinn þjálfari umferðarinnar en þá eiga Stjörnumenn tvo leikmenn í úrvalsliði umferðarinnar hjá Fótbolta.net og Domino's.

Smalinn Baldur Sigurðsson er valinn í fjórða sinn en hann hefur átt hrikalega öflugt sumar og var í síðustu viku valinn í úrvalslið umferða 1-11 í deildinni. Þá er Guðjón Baldvinsson í fremstu víglínu í liði 12. umferðar.



Báðir markverðirnir í leik ÍBV og Breiðabliks áttu stórleik en Halldór Páll Geirsson var valinn maður leiksins og er einnig leikmaður umferðarinnar. Viðtal við hann kemur á síðuna seinna í dag.

KA vann nauðsynlegan 2-0 sigur gegn Fjölni og á Akureyrarliðið þrjá leikmenn í úrvalsliðinu. Það eru miðvörðurinn Guðmann Þórisson, miðjumaðurinn Bjarni Mark Antonsson og sóknarleikmaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson.

1-1 jafntefli varð niðurstaðan í leik KR og Vals. Kennie Chopart (KR) og Birkir Már Sævarsson (Val) þóttu standa upp úr í þeim leik.

FH vann 2-1 sigur gegn Grindavík. Þrátt fyrir að hafa verið í tapliði þá kemst miðvörðurinn Björn Berg Bryde í úrvalsliðið. Maður leiksins var Atli Guðnason hjá FH og er hann einnig í liðinu.

Þá lauk umferðinni með 3-2 sigri Víkings gegn Fylki í gær. Davíð Örn Atlason var valinn maður leiksins en hann skoraði eitt af mörkum Víkinga.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner