Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. júlí 2018 12:00
Fótbolti.net
Úrvalslið umferða 1-11 í Pepsi-deildinni
Eiður Aron, hinn öflugi miðvörður Valsmanna.
Eiður Aron, hinn öflugi miðvörður Valsmanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks.
Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Almarr Ormarsson hefur reynst happafengur fyrir Fjölni.
Almarr Ormarsson hefur reynst happafengur fyrir Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elleftu umferð Pepsi-deildarinnar lauk í gær. Mótið er næstum hálfnað en fjórir leikir eru þó eftir af tíundu umferðinni. Hér að neðan má sjá úrvalslið fyrri umferðarinnar að mati Fótbolta.net.



Íslandsmeistarar Vals tróna á toppi deildarinnar en þeir hafa verið á hörkuskriði að undanförnu. Þeir eiga tvo leikmenn í úrvalsliðinu; það eru miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson og danski sóknarmaðurinn Patrick Pedersen.

Stjarnan, sem er í öðru sæti, á einnig tvo fulltrúa. Baldur Sigurðsson hefur verið drjúgur á miðsvæðinu og Hilmar Árni Halldórsson hefur verið besti leikmaður deildarinnar. Hann er kominn með 12 mörk.

Grindvíkingar hafa verið öflugir og eiga tvo í liðinu; markvörðinn Kristijan Jajalo og svo sveitastjórasoninn Gunnar Þorsteinsson sem er fyrirliði liðsins.

Breiðablik á þrjá leikmenn og það er ekki óvænt að tveir þeirra séu varnarmenn. Bakvörðurinn Jonathan Hendrickx hefur komið öflugur inn og Damir Muminovic hefur verið einn besti miðvörður deildarinnar undanfarin ár. Þá er hinn hæfileikaríki Gísli Eyjólfsson í liðinu.

Almarr Ormarsson hefur verið besti leikmaður Fjölnis en hann hefur í fjórgang verið valinn í úrvalslið umferðarinnar hér á Fótbolta.net. Þá á FH sinn fulltrúa, Steven Lennon sem er næst markahæstur í deildinni.

ÚRVALSLIÐ UMFERÐA 1-11:
Kristijan Jajalo - Grindavík

Jonathan Hendrickx - Breiðablik
Eiður Aron Sigurbjörnsson - Valur
Damir Muminovic - Breiðablik
Gunnar Þorsteinsson - Grindavík

Baldur Sigurðsson - Stjarnan
Gísli Eyjólfsson - Breiðablik
Almarr Ormarsson - Fjölnir

Hilmar Árni Halldórsson - Stjarnan
Patrick Pedersen - Valur
Steven Lennon - FH

BEKKUR
Gunnleifur Gunnleifsson - Breiðablik
Björn Berg Bryde - Grindavík
Bjarni Ólafur Eiríksson - Valur
Pálmi Rafn Pálmason - KR
Brandur Olsen - FH
Kaj Leo í Bartalsstovu - ÍBV
Guðjón Baldvinsson - Stjarnan
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner